Goðasteinn - 01.09.2001, Page 168
Goðasteinn 2001
aði framhaldsnám við Lærerhdjskolen í
Kaupmannahöfn 1948-49. Þá fór hann
fjölda námsferða austur yfir haf og
vestur. Að loknu kennaraprófi hélt
Guðmundur norður í land og var í þrjú
ár farkennari í Vestur-Húnavatnssýslu.
Þar kynntist hann eiginkonu sinni og
lífsförunauti upp frá því, Sigríði Arin-
bjarnardóttur frá Vesturhópshólum og
gengu þau í hjónaband 27. júlí 1939.
Eignuðust þau þrjú börn, Iðunni (f.
1940), Heimi (f. 1944) og Arnheiði
Maríu (f. 1949).
Frá Norðurlandi hélt Guðmundur til
Vestfjarða, og settist að á Suðureyri við
Súgandafjörð þar sem hann var
skólastjóri í fimm ár (1938-43). Þá hélt
hann suður á leið á ný, var skólastjóri á
Eyrarbakka frá 1943-68 og kennari við
Gagnfræðaskólann á Selfossi til 1973.
Guðmundur var ekki einhamur, því
með annasamri skólastjórn og kennslu
stundaði hann alla tíð ritstörf jafnhliða
störfum, en frá 1973 sneri hann sér
alfarið að ritstörfum og naut heiðurs-
verðlauna listamanna frá 1974.
Auk skólastarfa og ritstarfa fann
hann tíma aflögu til að sinna marg-
víslegum félagsstörfum. Hann var um
margra ára skeið ritstjóri Suðurlands
(1953-72), vann ötult uppbyggingastarf
við Héraðsbókasafn Arnessýslu (1970-
1980), var í tólf ár formaður skóla-
nefndar Héraðsskólans á Laugavatni,
sat fjögur ár í hreppsnefnd Selfoss
(1970-74), var um tíma formaður Fé-
lags íslenskra rithöfunda, sat í rithöf-
undaráði auk margvíslegra annarra trú-
naðar- og félagsstarfa sem honum var
trúað fyrir.
Hér verður ekki fjallað um ritverk
Guðmundar, þeim verða gerð ítarleg
skil í grein Sigurðar A. Magnússonar
hér á eftir. Þó verður ekki skilið svo við
rithöfundinn Guðmund Daníelsson að
ekki sé minnst á það hve óhemju af-
kastamikill rithöfundur hann var.
Fyrsta bókin hans, kvæðasafnið Eg
heilsa þér, kom út árið 1933 þegar hann
var 23 ára að aldri. Sú hók var upp-
hafið að merkum rithöfundaferli sem
hélst nær óslitinn það sem eftir var ævi.
Dagsverk hans er margþætt og mikið,
því eftir hann liggur tjöldinn allur af
skáldsögum, smásögum, Ijóðabókum,
ævisögum, viðtalsbókum, greinum og
þýðingum sem munu halda nafni hans
á lofti um ókomna tíð.
Guðmundur var vel verki farinn
sagnasmiður og kom þar inargt til.
Hann hlaut í vöggugjöf óvenjulegt
næmi fyrir íslenskri tungu og máli og
beitti þeim hæfileikum óspart í verkum
sínum. Frásagnargáfan var honum
meðfædd og nærð í uppvexti og hann
hafði lifandi áhuga á fólki og mann-
lífinu öllu. Hann skrifaði um það líf
sem hér var lifað á Islandi á árum áður,
og honum var einkar lagið að bregða
upp ljóslifandi myndum og í öllum
90 ár frá fæðingu skálds - Guðmundur Daníelsson
rithöfundur
-166-