Goðasteinn - 01.09.2001, Page 171
Goðasteinn 2001
Fullyrða má að fáir íslenskir höf-
undar hafi byrjað feril sinn jafnglæsi-
lega hálf-þrítugir og Guðmundur gerði
með fyrstu skáldsögu sinni, Bræðr-
unum í Grashaga (1935), og framhaldi
hennar, llmi daganna (1936). Endaþótt
þessar frumsmíðar séu ekki lausar við
annmarka byrjandaverka, bera þær í
flestum greinum auðkenni höfundarins.
Stílgáfa hans og frásagnargleði lyfta
báðum bókunum, og þó einkanalega
þeirri seinni, í veldi mikils skáldskapar.
Frásögnin glitrar af kviku lífi,
skemmtilegum hugdettum og líkingum
sem einatt er uppmálandi og frumlegar.
Strax í þessum bókum fjallar hann um
þema sem átti eftir að ganga einsog
rauður þráður gegnum skáldskap hans:
örlög bræðra sem eru gagnólíkir og
mynda skautin í átökum frásagnarinnar.
Þar kemur líka fram sá veikleiki höf-
undar að slaka á spennunni þegar kem-
ur frammyfir iniðja sögu. Höfuðáhuga-
mál hans er aðdragandi þess að uppúr
sjóði - að andstæðum ljósti saman - en
hugur hans er síður bundinn við mála-
lokin. Ilmur daganna er læsilegri bók
en Bræðurnir í Grashaga, en hér gerist
það enn að botninn dettur úr sögunni.
Önnur höfuðpersónan, Örn Sverrisson,
er aðeins sextán ára í sögulok og vekur
vissulega forvitni um framhaldið, en af
honum fór því miður ekki fleiri sögum.
Fjórða skáldsaga Guðmundar, A
bökkum Bolafljóts, sem kom út í
tveimur bindum 1940, er aðallega sál-
fræðileg lýsing og greinilega ætlað að
leiða fram og kryfja andstæður góðs og
ills. Margt bendir til að Ávaldi Finnson
eigi að vera dæmi um rándýrseðli
mannsins. Hann er þjófóttur, yfirgangs-
samur, ágjarn og siðlaus á allan hátt, þó
hann vinni sér dugnaðarorð og prúð-
mennsku í nýju umhverfi. Siðlausust er
framkoma hans og mestur fláttskapur
gagnvart konum. Hann vinnur hjarta
Maríu og gengur að eiga hana, þó hann
eigi börn með annarri sem hann lætur
vinnumann og síðar son sinn gangast
við. Hjarta Marfu er einasta virkið sem
illska Ávalda fær ekki unnið bug á,
hvað sem hann tekur sér fyrir hendur.
Sakleysi hennar og hispurslaus fórnar-
vilji vekja honum Iátlausa sektarkennd.
Síðasta tiltæki hans er að skjóta svani á
vatni við bæinn, en skotið blindar hann
sjálfan, og höfundur veitir honum náð
iðrunarinnar. Að gildum reyfarahætti er
það góða látið fara með sigur af hólmi,
en öll alúð höfundar beinist að Ávalda.
Atburðarás þessa skáldverks er spenn-
andi og bygging sögunnar markviss,
málfarið ferskt og ilmandi, en kannski
má segja að persónulýsingar séu eilítið
öfgakenndar í báðar áttir. Engin við-
hlítandi skýring er gefin á persónu og
æviferli Ávalda, en vissulega lýsir sag-
an hugarfari og aldarháttum sem voru
90 ár frá fæðingu skálds - Guðmundur Daníelsson
rithöfundur
-169-