Goðasteinn - 01.09.2001, Side 174
Goðasteinn 2001
með, en þeirri þriðju, sem hann er í
tygjum við, kemur hann af sér til Ulfs
bróður síns. Reginvaldur unir hvergi
lengi á sama stað, er ævintýramaður og
skáld, siglir til útlanda, kemur fljótlega
heim aftur, gefur út bók og heldur
áfram flakki sínu. Hann er hvorki
bundinn venjum, siðum, ákveðnum
verustað né félagslegum stefnum.
Dæmi föður síns, sem á sitt Kanaans-
land og dreymir um það í 40 ár, þykir
honum hlægilegt og síst til eftirbreytni.
I óðalsbóndanum Þorsteini, sem verður
þingmaður, sér hann einungis eigin-
hagsmunapotarann. Dæmi vinnu-
mannsins, sem fær heiðurspening eftir
50 ára þrældóm, þykir honum rauna-
legt og skoplegt. „Minn vegur“, segir
Reginvaldur, „hann er óruddur enn, því
að hann liggur til landsins bak við
landið, Unga íslands, þar sem hvorki
verður landsdrottinn né leiguþræll,
hvorki auðjarl né öreigi.“
Fyrstu skáldsögur Guðmundar Dan-
íelssonar eru á margan hátt forvitnilegt
viðfangsefni og hafa marga góða kosti.
Annarsvegar eru þær fróðlegar heim-
ildir um þá félagslegu lausung og sið-
gæðislegu upplausn sem grasséraði á
stríðsárunum. Hinsvegar eru þær til
vitnis um lífsþrótt, hugkvæmni og
mikla frásagnargleði. Ýmsar náttúru-
lýsingar úr átthögum Guðmundar eru
myndrænar og áhrifasterkar. í skapi
hans var talsverður funi. Engu var lík-
ara en í honum byggi frummannseðli
og hann væri nokkurskonar „útigangur
á láglendinu“ og „lífsgráðugur villing-
ur“ einsog segir um Reginvald.
Kannski má segja að Guðmundi hafi
ekki í öndverðu auðnast til fullnustu að
binda hinn upprunalega og villta lífs-
kraft í listrænt form, en hann átti marga
glæsilega spretti sem lofuðu góðu um
framhaldið.
Til sanns vegar má færa að annað og
kannski veigamesta skeiðið á höfund-
arferli Guðmundar hefjist áratug eftir
síðastnefndu bókina með skáldsögunni
Blindingsleik (1955). Hefur hún af
mörgum verið talin hans besta verk, og
víkur hann sjálfur að því í eftirmála
annarrar útgáfu 1973 með þessum orð-
um: „Fáar eða engar af bókum mínum
hafa fengið jafn einróma viðurkenn-
ingu ritdómara, og ýmsir munu enn í
dag telja Blindingsleik besta skáldverk
mitt.“
Blindingsleikur er samþjöppuð saga
í tíma og rúmi, gerist öll á einni nóttu í
sunnlensku sjávarplássi. Aðalpersónan
er Birna Þorbrandsdóttir, ung stúlka
sem frá barnæsku hefur þjónað blind-
um rusta sem misnotar hana, en þessa
nótt fer hún frá honum og afræður að
leita æðra lífs. Sagan gerist í myrkri, á
dimmustu nótt ársins. Myrkrið er tákn-
rænt um andlega villu persónanna,
hvatir þeirra og ástríður byrgja þeim
sýn. Bygginarlag Blindingsleiks er
90 ár frá fæðingu skálds - Guðmundur Daníelsson
___________________rithöfundur________________________
-172-
i j