Goðasteinn - 01.09.2001, Blaðsíða 176
Goðasteinn 2001
vekja athygli hans. Fær hann hinar
bestu viðtökur þegar Þorleifur kemur
með hann. Það er einsog stáli sé slegið
í tinnu. Sttilkan rýkur uppum hálsinn á
unga manninum, en hann heitir henni
eiginorði. Ganga þau síðan í eina sæng,
þá strax fyrsta kvöldið.
Einum gagnrýnanda, Kristmanni
Guðmundssyni, þótti þessi litríka byrj-
un vera veikasti þáttur bókarinnar, en
Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi
fannst lýsingin fágætlega næm. Eftir
fyrstu nóttina veit Hrafnhetta ekkert
annað en ást sína til Fuhrmanns, og það
er vissulega engin hversdagsást. Eða
einsog Bjarni orðar það: “Hrafnhetta
ber ríkan svip af þeim skáldskapaiper-
sónum fyrri tíma, sem hófust yfir gott
og illt, yfir rétt og rangt, gengu fram í
einni ástríðu, með djúpa elda í augum
og örlagaveður á baki. Ást Hrsafnhettu
er ekki sveimul tilkenning í einu hjarta-
hólfinu, heldur höfuðskepna og nátt-
úruafl; hún gætir einskis nema sjálfrar
sín, hirðir ekki um hóf eða siðu og
þekkir ekki aðra rökvísi en vilja sinn -
örlögbundin ást og voveifleg.”
Eftir fyrsta fund elskendanna færist
höfundur allur í aukana. Örlagaveðrið
sem rís af þessum fyrsta blæjubríma er
ekkert kák; þar eru allar undirstöður
traustar. Jafnvel bartskerinn, vinur og
vonbiðill Hrafnhettu, sem ryðst innum
glugga og ætla að drepa Fuhrmann, en
lætur sjálfur lífið í þeirri viðureign,
reynir ekki um of á trúgirni lesandans,
þó litlu megi muna. Dramatískur þrótt-
ur og alvöruþungi frásagnarinnar lyftir
því atriði uppí veldi skáldskapar, og
lesandinn skilur viðhorf Fuhrmanns
þegar honum þykir sem hann verði að
stikla yfir lík í hvert sinn sem hann
nálgast ástmey sína. Vill hann nú losna
frá heiti sínu, en skortir lengivel karl-
mennsku til að bregða því. Þessum
tvískinnungi í skapgerð Fuhrmanns er
fagmannlega lýst. Persónulýsing
Fuhrmanns er sérstæð og áhrifamikil,
sveipuð allmikilli dul sem orkar kitl-
andi á ímyndunarafl lesandans, en þó
jafnan sjálfri sér samkvæm. Togstreit-
unni í sál hans milli konunnar, sem
hann elskar, og konunnar, sem hann
girnist, er meistaralega lýst. En það
sem fyrst og fremst gerir bókina að
veigamiklu skáldverk er Hrafnhetta
sjálf. Lýsing hennar er ekki gallalaus,
en samt svo hrífandi og töfrum slungin,
að hún verður lesandanum ógleyman-
leg. Þegar sögunni lýkur er Hrafnhetta
orðin honum lifandi veruleiki, einsog
hann hefði þekkt hana persónulega
langa ævi. Hrafnhetta er andstæða
elskhuga síns. I sál hennar er ekki hik
að finna og hún stefnir staðfastlega að
einu marki, og þegar Ijóst verður að
hún nái því ekki, hlýtur hún að deyja.
Til þess þarf hvorki eitur né líkamlegan
krankleik. Og það er ekki einvörðungu
ástin sem er þarna að verki, heldur eitt-
90 ár frá fæðingu skálds - Guðmundur Daníelsson
rithöfundur
-174-