Goðasteinn - 01.09.2001, Page 177
Goðasteinn 2001
Að spjalli við Árna Helgason við Eyrar-
bakkabryggju. - Ljósm. Loftur Þorsteinsson.
hvað handanvið ást og girnd,
eitthvað sem fólgið er í djúpi
þess sem Goethe nefni das ewig-
weibliche - hið eilíf-kvenlega.
Höfundur gefur í skyn að Hrafn-
hetta hafi líkamleg mök við aðra
karlmenn. Sýnilega gerir hann
það hikandi, en skáldlegt innsæi
segir honum það, og það er rétt
til getið. Rétt er það einnig sem
höfundur lætur lesandann gruna,
að eiginleg orsök þess að Hrafn-
hetta getur ekki sleppt Fuhrmann
er einmitt sú, að hún getur ekki
fengið hann, ekki sigrast á sál hans. Þó
Hrafnhetta sé einbeitt og viljasterk, á
hún líka sínar veiku og blíðu stundir.
Höfundur skilur vel hve umkomulaus
þessi volduga ást er í raun og sannleik.
Ogæfan hefst á þeirri stund sem hún er
ekki endurgoldin. Að baki hinni hams-
lausu ást er Hrafnhetta vanmáttug kona
af jarðneskri ætt. í henni speglast í
senn eigingirni ástarinnar og fórnarvilji
hennar. „Ég hef alla tíð elskað minn
herra nægilega heitt til að geta unnt
honum að eyðileggja mig ef hann það
kysi“, segir hún á einum stað. 1 þessum
tvískinnungi ástarinnar, í túlkuninni á
afli hennar og umkomuleysi, á vilja
hennar til að sigra og vera sigruð, rís
saga Guðmundar í mesta hæð. Kannski
hafði hann aldrei fyrr skrifað neitt í
stærri stíl.
En þegar sögunni víkur til Islands
og Hrafnhetta sest að á Bessastöðum,
lækkar ris þeirra Fuhrmanns. Eftir það
verður barátta Hrafnhettu einungis
fálm útí loftið. Osigur hennar verður of
skyndilegur, of átakalinur - það liggur
við hún lyppist niður. Vitaskuld á hún
við ofurefli að etja, en það kemur
tæplega nógu skýrlega fram í sögunni.
Það er sem höfundinn hafi brostið
hugkvæmni til að kenna henni ný ráð,
blása henni nýjum hugmyndum í
brjóst. Það slaknar á spennu sögunnar -
ósigur Hrafnhettu blasir við löngu
áðuren sögunni lýkur.
Þá er það Þorleifur Arason, milli-
göngumaðurinn og vonbiðillinn - þess
peninga- og rótlausi drykkju- og gáfu-
maður. Lengstaf er hann á baksviði
sögunnar, en kemur fram á örlaga-
stundum og er þá jafnan mikils valdur.
Persónulýsing hans er skýr og snagg-
90 ár frá fæðingu skálds - Guðmundur Daníelsson
rithöfundur
-175-