Goðasteinn - 01.09.2001, Side 180
Goðasteinn 2001
Það sem kannski greinir þetta skáld-
verk mest frá Islendingasögum eru
áhrifamiklar náttúrulýsingar sem með
einhverjum furðulegum hætti verða
jafnframt lýsingar á sálarástandi per-
sónanna; umhverfið speglar innra líf
þeiira og verður þannig eðlilegur partur
af sjálfri rás sögunnar. Sömuleiðis er
víða lýst beinum orðum hugrenningum
og tilfinningum einstaki'a persóna, sem
er að sjálfsögðu framandi anda forn-
sagna þarsem ekkert nema orðræða og
ytra æði kemur fram í frásögninni.
Guðmundur beitir hófsamlega því
kunna stílbragði að láta drauma eða
aðra fyrirboða kunngera óorðna við-
burði. Fer einkar vel á þessu í sögunni
og gæðir atburði réttum hugblæ fyrnsk-
unnar.
Sonur minn Sinfjötli er nútímasaga í
þeim skilningi, að hún er samin með
hliðsjón af nýjustu tækni skáldsagna-
ritunar, en andi hennar er forn og
rammheiðinn. Hugarheimur tímabilsins
er endurvakinn eða réttara sagt endur-
skapaður, hugsjónir þess, trú og hjátrú,
siðir og ósiðir. Vitanlega á margt af
þessu rætur í ímyndun skáldsins, því
heimildir eru rýrar, en hann hefur aug-
ljóslega gert sér far urn að kynna sér
þau gögn sem tiltæk voru. Lýsingar
sögunnar á atburðum og umhverfi eru
yfirleitt hlutbundnar og nákvæmar, þó
höfundi sé augljóslega mikill vandi á
höndum að lýsa í smáatriðum eldforn-
um hlutum, sem fátt er vitað um. Fellur
hann að vísu stundum í þá freistni að
láta almennar lýsingar nægja: „Hún bar
skartgripi marga um háls og arma, úr
gulli og eðalsteinum, og ennisspöng
gerða af drifnu silfri.“ En þessháttar
lausnir teljast til undantekninga.
Afturámóti er höfundur einkar
glöggskyggn á táknræna möguleika
einstakra hluta, einsog til dæinis þegar
hann lætur Signýju drottningu inna
Njólu ambátt eftir því, hversu margir
bræðranna fimm í fótastokknum séu
enn á lífi með því að vísa til kyndlanna
í dyngju sinni. „Þeir eru fimm kyndl-
arnir sem brenna, mælti hún lágt, ef þér
sýnist það of mikið, Njóla, þá slökk af
sem hæfir.“ Og Njóla svarar: „Ekki
samir að brenni fleiri en þrír, frú mín.“
- Svipuðum stílbrögðum er víða beitt í
sögunni, og auka þau áhrifamátt hennar
með því að skapa nauðsynlega „list-
ræna fjarlægð“. I sjálfu sér er algert
aukaatriði, hve trúverðuglega sagan
lýsir lífinu einsog það raunverulega var
á umræddu tímabili. Það sem máli
skiptir er að heimur skáldverksins verði
lesandanum raunsannur, höfði til skiln-
ings hans og tilfinninga, stækki lífs-
reynslu hans. Og það virðist mér þessi
skáldsaga Guðmundar sannarlega gera.
Undirstraumur sögunnar og raun-
verulegt hreyfiafl eru forlögin, per-
90 ár frá fæðingu skálds - Guðmundur Daníelsson
rithöfundur
-178-