Goðasteinn - 01.09.2001, Side 181
Goðasteinn 2001
sónugerð í Óðni, hinum dularfulla og
grimma guði Völsunga, guði skáld-
skapar og hetjudáða. Hann verður í
senn tákn hins óræða í tilverunni og
hins afdráttarlausa - þess sem heimtar
einstaklinginn óskiptan og knýr hann
til afreka, þjáninga, þroska. Óðinn
verður þannig fyrst og fremst ímynd
þeirra guða sem dýpst spor hafa mark-
að í sögu mannkyns, Jahve, Allah,
Brahma, Búdda.
Sigmundur og þó einkanlega sonur
hans Sinfjötli verða hinsvegar tákn eða
fulltrúar hinna „útvöldu", þeirra sem
kallaðir eru til stórræða í mannheimi,
þeirra sem verða að þola þjáningu köll-
unarinnar og eru utangarðsmenn í
mannlegu samfélagi, afþví hlutverk
þeirra er ofar hversdagsleikanum.
Manni koma ósjálfrátt í hug örlög
Krists, hins útvalda sonar Guðs, í sögu
Sinfjötla, en hann minnir líka á Gretti
Asmundarson um skapferli og giftu-
leysi sem og Órestes í grískum goð-
sögnum. Örlög Völsunga einsog þeim
er lýst í þessari skáldsögu bera sterkan
keim af farnaði Gyðinga einsog honum
er lýst í Gamla testamentinu. Það eru
hin miskunnarlausu örlög þeirra sem
útvaldir eru. Eittsinn ræðir Sinfjötli við
móður sína um guðina og segir: „Engir
fá hrakning meiri en þeirra vinir, og
fylgir gjöfum þeirra lítil heill, en slys
því stærri, eða svo virðist mér að sann-
azt hafi á Völsungum.“
Bygging sögunnar er góð og hnit-
miðuð. Skiptast þar á dramatískir kafl-
ar með stórum viðburðum, nærfærnir
persónulegir kaflar sem bregða ljósi á
innra líf sögupersóna, og svo hægir
yfirlitskaflar þarsem gerð er grein fyrir
daglegum störfum eða lýst í stórum
dráttum aðdraganda mikilla tíðinda.
Það slaknar að heita má hvergi á
spennu frásagnarinnar; stfgandin er
stöðug allt til enda, og lokakaflarnir
eftir hefndina eru samdir af næmu
skyni á listrænt jafnvægi sögunnar. I
þessum köflum fær Sinfjötli þá fyllingu
sem gerir hann að ógleymanlegum ein-
staklingi. Persónulýsingar eru mest-
anpart óbeinar að hætti Islendinga-
sagna. Við kynnumst söguhetjunum
náið í orðum þeirra og athöfnum, en
sjáum þær ekki að sama skapi greini-
lega hið ytra. Eg mundi tæpast treysta
mér til að lýsa útliti nokkurrar persónu,
og finnst mér ég þó þekkja margar
þeirra mætavel. Heilsteyptustu og
minnisverðustu söguhetjurnar eru
Signý drottning, systir Sigmundar, og
sonur þeirra Sinljötli, getinn í blóð-
skömrn að boði Óðins. Signý verður
stórbrotin persóna í höndum höfund-
arins, sterk og hrollvekjandi í hatri sínu
og hefndarþorsta, mannleg og tragísk í
viðhorfi sínu til Siggeirs bónda síns,
bæði í hinu snilldarlega atriði þegar
hún skipar Njólu að fremja sjálfsmorð
og ekki síður í uppgjöf sinni gagnvart
90 ár frá fæðingu skálds - Guðmundur Daníelsson
rithöfundur
-179-