Goðasteinn - 01.09.2001, Page 182
Goðasteinn 2001
ómennskum kröfum hefndarinnar. Hún
er í rauninni miklu mannlegri persóna
en til dæmis Hallgerður langbrók eða
Guðrún Osvífursdóttir. Sinfjötli er ekki
eins margslungin manngerð og móðir
hans, en hann er tragískur í innri átök-
um sínum og íuagnleysi gagnvart mis-
kunnarlausum forlögum. Að eðlisfari
er hann skyldastur Gretti Asmundar-
syni. Sigmundur faðir hans er dreginn
daufari dráttum. Hann er fyrst og
fremst hinn rnikli athafnamaður, en
sálarlífið ekki margbrotið. Kannski er
hann mest í ætt við Gunnar á Hlíðar-
enda, rómantísk hetja gædd flestum
kostum og fæstum löstum.
Siggeir konungur, hinn blakki fjandi
Völsunga, er fjarri því að vera
ómennskur f grimmd sinni og fláttskap.
Höfundur fjallar um hann af ríkum
skilningi á mannlegum brestum, og
undir lokin á hann ekki síður samúð
lesandans en fjandmenn hans. Lýsingin
á samskiptum þeirra hjóna, Siggeirs og
Signýjar, er mikill og tær skáldskapur.
Hlinur skáld, hinn óvirki og máttlitli
áhorfandi mikilla viðburða, fulltrúi
lista og fegurðar í mannlífinu, er fyrst
og fremst táknræn persóna í sögunni,
þó hann gegni ýmsum mikilvægum
hlutverkum í rás viðburðanna. Utlínur
hans eru fremur óskýrar. Hann er „út-
valinn“ af Óðni ekki síður en Sigmund-
ur og Sinfjötli, en köllun hans er að ljá
augnablikinu eilíft líf í söng, forða
„sögunni“ frá gleymsku. Hann er boð-
beri friðar, og harpa hans hljómar ekki
meðan sverðin glymja.
Af öðrum persónum eru Njóla am-
bátt og Borghildur drottning Sigmund-
ar eftirminnilegastar, einkanlega sú
fyrrnefnda. Hún er nokkurskonar hold-
tekja hinna duldu afla blóðsins, töfra,
losta og stundlegs unaðar. Sambandi
hennar við Signýju er lýst af mikilli
nærfærni og glöggskyggni á kvenlegt
eðli, ef mér leyfist að hafa skoðun á
svo umdeildu efni.
Sonur minn Sintjötli er mikil skáld-
saga um stór örlög. Sé hún borin saman
við Gerplu, sem er kannski nærtækast,
skortir hana vissulega glitið og glæsi-
leik stílsins í því snilldarverki, en er á
hinn bóginn samfelldra og drama-
tískara skáldverk og með vissum hætti
„mannlegra“. Hér eru teknar til með-
ferðar nokkrar af frumlægustu hvötum
mannsins og dregin upp hrikaleg mynd
af átökum haturs og ástar, hefndar og
fyrirgefningar. Megintákn sögunnar eru
sverðið og harpan.
Guðmundur Daníelsson átti eftir að
semja fjölda verka næstu tæpa þrjá ára-
tugi eftir útkonui þessarar merkilegu
skáldsögu, en að mínu mati eru heil-
steyptustu skáldsögur hans þær þrjár
sem hér var stutllega fjallað um, Blind-
ingsleikur, Hrafnhetta og Sonur minn
Sinfjötli.
90 ár frá fæðingu skálds - Guðmundur Daníelsson
rithöfundur