Goðasteinn - 01.09.2001, Side 184
Goðasteinn 2001
ildirnar sem eru margar eru hvergi tí-
undaðar á einum stað. Þetta er vissu-
lega galli fyrir þá sem vilja nýta sér
bók þess til fræðiiðkana.
Fyrri helmingur bókarinnar fjallar
eins og nafn bókarinnar bendir til um
gestakomur og siði tengdum þeim,
gömlu íslensku gestrisnina, gestanauð-
ina, gestastofurnar og svo mætti áfram
telja. Hér er ekki ætlunin að rekja efni
bókarinnar í smáatriðum en tæpt á
nokkrum atriðum sem sérstaklega
vöktu athygli undirritaðs.
Eg lagði ekki í að telja hvað frum-
skráðar smásögurnar og þjóðsögurnar
innan í bókinni eru margar en þær
skipta tugum og margar góðar. Hér
verður ein látin fylgja:
... Einar Jónsson hreppstjóri á
Ystaskála undir Eyjafjöllum kom
eitt sinn á höfðingsbýlið Skúms-
staði í Landeyjum. Húsfreyjan,
Ragnhildur Magnúsdóttir, tók á
móti honum en brátt kom hús-
bóndinn, Sigurður Magnússon,
einnig á vettvang. Hann hafði
verið við verk með vinnumönnum
sínum og Ragnhildi þótti brauk-
buxur hans ekki við hœfi gesta.
Hún kom þá brátt með buxur og
bað Sigurð að klœðast þeim.
Hann svaraði tómlátlega:
„Leggðu þcerfrá þér, það er nóg
að gesturinn sjái að þcer eru til.
Þáttur Þórðar um „Kunningja í
Holti“ sem réttu nafni hét Kristján Jó-
hann Sigurðsson er fróðlegur og varpar
skýru ljósi á kjör fatlaðs sveitamanns á
fyrri hluta 20. aldar. Hann var hafður til
snúninga milli bæja. Eftir sendiferð til
Jóhanns Guðmundssonar kaupmanns í
Steinum sagði Kunningi svo frá við-
tökum hjá kaupmannsfrúnni: „Hún
gerði eins og handa gesti.“ Þá urðu
ekki síður héraðsfleyg tilsvör þegar
sveitafólk lýsti góðgerðum í kaupstað:
„Eg kom til frú Dús, fékk sætt kaffi og
súkkó, morflekkótt mússó, rauðflekkótt
röfl, böglubrauð og eitthvað sem ég
kann ekki að nefna og hann Jónsi fékk
það líka.“
Þórður rekur þá siði og þjóðhætti
sem tíðkuðust í hinu horfna bændasam-
félagi í sambandi við gestakomur,
gestakoppa, servantana, hvaða verk
gestum var falið að vinna, orlofsfólkið
og fleira sem er of langt mál að rekja
hér.
Seinni hluti bókarinnar er samtín-
ingur sitt úr hverri áttinni og heitir ekki
héðan og þaðan eins og fábrotnu nú-
tímamáli væri eðlilegast, heldur „Héð-
an og handan.“ Ég geng út frá því að
þetta orðtæki sé gamalt í málinu og það
er skemmtileg tilbreyting. Hér segir frá
síðustu sagnakonunni, Önnu Guð-
mundsdóttur (1857-1941), og þó sex
áratugir séu frá láti þessarar konu rekur
Þórður hér sögur hennar með einum
millilið, Kristínu Friðriksdóttur á
Hvoli. Sögurnar sem hér eru fyrst
skráðar í febrúar 1999 gerast meira en
öld fyrr.
Næst kemur frásögn af síðustu
flökkukonunni, Viggu íngva, sem fædd
var á sjöunda áratug 19. aldar og lifði
-182-