Goðasteinn - 01.09.2001, Page 195
Goðasteinn 2001
Ingólfur Sigurðsson:
Til ritstjórnar Goðasteins
Enn verð ég að gera athugasemd
vegna misskilnings varðandi það efni,
sem ég sendi á síðastliðnu ári. Eg sendi
uppskrift af nokkrum vísum undir fyr-
irsögninni „Nokkrar gamlar sveitavísur
úr Holtum.“ Þessi fyrirsögn hefur verið
sett innan í miðju, þó að hún eigi jafnt
við um vísurnar á undan og eftir, allar
nema eina, þ.e. vísu Einars Jochums-
sonar, sem ég setti síðasta, en þið
höfðuð fyrsta. Og ekki nóg með það
heldur búið þið til nýja fyrirsögn.
„Nokkrar vísur úr fórum Valgeirs
Sigurðssonar“, en þetta er bara ekki
rétt, ég skrifaði þessar vísur upp eftir
minni, hafði lært þær flestar af móður
minni Júlíu Guðjónsdótlur, nema vís-
urnar um „Langa Jón“, sem ég lærði af
afa mínum Guðjóni Jónssyni. Valgeir
gerði hinsvegar mjög lítið af því að
skrifa upp gamlar vísur, og mér er til
efs að hann hafi kunnað allar þessar
vísur hvað þá meira.
En fyrst ég er nú byrjaður að gera
athugasemdir, er rétt að leiðrétta nokkr-
ar smá prentvillur. Athugasemdirnar,
sem ég sagði að í Gottskálksannál væri
„getið dauða ýmsra mektarmanna"
o.s.frv. þarna hefur orðið „dauða“ verið
sleppt, þetta breytir kannski ekki
miklu, og á öðrum stað er talað um
Kolbein „ef til hefur verið“, þar hefur
orði verið bætt inn í svo úr verður „ef
til vill hefur verið“ sem gerir setning-
una meiningarleysu - „vill“ er þarna
ofaukið.
Svo vil ég þótt seint sé, leiðrétta
eina smávillu í ritgerðinni um „frú
Þuríði og herra Pétur“, á bls 30 til
vinstri 12. línu að ofan er tilvitnun í
Fornbréfasafnið, þar á að standa D.I.
III bls. 605, en ekki IV bls. 605. Þessi
villa er frá mér komin, ekki öðrum.
Svo hefur eitt orð misprentast í einu
Ijóði Valgeirs bls. 63 til hægri, þar á að
standa „Velkomna allir því bjóða þig
Harpa“, þarna stendur „alla“ fyrir allir.
Svo finnst mér ekki fara vel á því að
vísurnar um Stúfholtshjónin, eru prent-
aðar eins og um eina vísu sé að ræða,
ekkert bil á milli. Þið afsakið aðfinnsl-
urnar.
Ritstjórn biður Ingólf afsökunar á
þeim misfellum sem hann nefnir í
bréfi sínu. Því miður láðist að biðja
hann að lesa yfir þetta efni sem hann
minnist á. Við viljum um Ieið þakka
Ingólfi fyrir sitt góða framlag til
Goðasteins um árabil og hve þolin-
móður hann er við okkur og villur
okkar. Svona eiga góðir kennarar að
vera!
-193-