Goðasteinn - 01.09.2001, Page 204
Suðurlandsskjálftar árið 2000
Goðasteinn 2001
Helstu þekktu skjálftahviður eru
þessar:
1294.
Miklir skjálftar urðu á Suðurlandi
og benda heimildir til þess að skjálf-
tarnir hafi verið að minnsta kosti tveir,
annar á Rangárvöllum en hinn á Skeið-
um. Þess er getið að Rangá hafi fallið
úr farvegi sínum og brotið hús manna.
Þessi lýsing getur ekki átt við um
marga staði. Grunur fellur á misgengi
skammt suðvestan Leirubakka á Landi
sem upptakamisgengi eystri skjálftans.
Einnig mynduðust miklar gjár við
Húsatóttir á Skeiðum. Þar rifnaði og
sprakk svo djúpt að ekki sá niður.
Miklar hverabreytingar urðu í Hauka-
dal.
1339.
Hús féllu í miklum jarðskjálfta,
mest í Flóa, á Skeiðum og víða milli
Þjórsár og Eystri Rangár. Þetta svæði
er svo stórt að líklegt verður að telja að
fleiri en einn skjálfti hafi valdið. Um-
hverfðist holt í Holtamannahreppi og
færði úr stað. Víða rifnaði jörð til und-
irdjúpanna, uppsprettandi heitt vatn og
kalt. Þá kom upp hver í Henglafjöllum,
10 faðma á hvern veg, þar sem áður var
slétt jörð. Heklugos varð tveimur árum
seinna.
1389-91.
Mikil umbrotahrina gekk yfir land-
ið. Hófst hún með eldgosum í Heklu og
í nágrenni hennar, Rauðöldum, með
dunum og brestum sem heyrðust um
allt land. Þá kom landskjálfti á Suður-
landi með húsahruni og hverabreyt-
ingum nærri Heklu. 1 kjölfarið kom
síðan skjálfti með tjóni í Grímsnesi,
Ölfusi og Flóa. Rifnaði víða jörð og
komu upp vötn.
1630-33.
Þrír jarðskjálftar urðu veturinn 1630
og átti sá stærsti upptök við Minnivelli
á Landi. „...sprakk jörðin sumstaðar í
sundur og urðu þar stórar, djúpar gjár,
sem engvar voru áður, sérdeilis austur
á Landi hjá Minnivöllum.“ Þessar
sprungur má enn sjá og rekja allt
norður fyrir Þjórsá hjá Þjórsárholti og
Skaftholtsrétt (9). Getið er um jarð-
skjálfta 1632 en óvíst hvar hann átti
upptök. Árið 1633 urðu svo jarðskjálft-
ar í Ölfusi. Hús hrundu en ekki sakaði
fólk né skepnur. Skjálftar voru svo tíðir
að messufall varð í mörgum kirkjum
allan þann vetur.
1732-34.
Tjón varð á 40 bæjum á Rangár-
völlum og í Eystrihrepp í miklum
skjálfta haustið 1732. Af þeim hrundu
11 eða 12 í grunn. Skjálftavirkni var
mikil í hálfan mánuð á eftir. Aftur urðu
skjálftar 1734, og nú í Flóanum. í Ár-
nessýslu hrundu 30 bæir alls en 60 til
70 býli spilltust. Sjö eða átta manns
dóu undir húsbrotum og margt af naut-
peningi.
1784.
Hinn 14. ágúst varð stærsti skjálfti
sem vitað er um á Islandi, metinn 7,1
-202-