Goðasteinn - 01.09.2001, Page 208
Suðurlandsskjálftar árið 2000
Goðasteinn 2001
reiknað er með tímabilið 1391-1630,
sem líklega ætti ekki að gera. Á þess-
um tíma var skrásetning náttúruvið-
burða mjög ófullkomin, t.d. eru engar
skrifaðar heimildir til um stórgos sem
vitað er að varð á þessu tímabili. Með-
altími milli hviða er því styttri en 80 ár.
Stysta tímabilið er 45 ár (1294-1339)
og það Iengsta, sem þekkt er með
vissu, er 112 ár (1784-1896). Tíminn,
sem liðinn var frá síðustu hviðu (1896),
var því orðinn í lengra lagi þegar leið
að síðustu aldamótum. I grein í Nátt-
úrufræðingnum árið 1985 var sett fram
langtímaspá um slíka skjálftahviðu á
Suðurlandi sem byggði á þessu munstri
(13). Voru þar taldar meira en 80% lík-
ur á því að hviða gengi yfir Suðurland
á næstu 25 árum. Gert var ráð fyrir að
hún hæfist á skjálfta á stærðarbilinu
6,3-7,5 með upptök á austurhluta svæð-
isins en færðist síðan til vesturs, um
Skeið, Grímsnes, Flóa eða Ölfus. Þetta
var dæmigerð langtímaspá, byggð á
þeirri meginforsendu að jarðskjálfta-
virkni á Suðurlandi haldi áfram með
líkum hætti og verið hefur síðustu
aldirnar.
Langtímaspáin var endurbætt nokk-
uð næstu árin. Reynt var að meta
hversu stórir stærstu skjálftar á Suður-
landi hefðu verið (12). Við nánari
könnun var sýnt fram á að líklega hefði
stærð skjálftans 1784 verið ofmetin.
Hefur hann síðan verið talinn 7,1 stig.
Efri stærðarmörk í langtímaspánni voru
því lækkuð til samræmis. I ljós kom að
smáskjálftar á skjálftabeltinu austan-
verðu áttu flestir upptök á tiltölulega
afmörkuðu svæði ofarlega í Holtum
(7), sem benti til þess að þar væri
spenna hæst eða næst brotmörkum
jarðskorpunnar. Einnig voru leidd rök
að því að lengst væri síðan losnað hafi
um spennu einmitt á því svæði (14).
Menn voru því almennt sammála um
að líklegasti upptakastaður næsta stóra
skjálfta væri á þessum slóðum.
Jarðskjálftarnir í júní 2000
og upptök þeirra
Fyrsti jarðskjálftinn dundi yfir
klukkan 15 40 á þjóðhátíðardaginn 17.
júní, að því er virðist alveg fyrirvara-
laust. Engir forskjálftar komu frain á
mælum. Stærð skjálftans er um 6,5 stig
en nákvæm tala fer eftir því hvaða
aðferð er beitt við mælinguna. Stærð
allt að 6,8 hefur fengist. Upptök þessa
skjáfta voru í ofanverðum Holtum, á
um 15 km löngu misgengi eða sprungu.
Sprungan nær frá yfirborði jarðar og
niður á um 15 km dýpi. Rekja má
sprunguna á yfirborði frá suðri til norð-
urs allt frá Pulutjörn og norður í Árnes
(15, 16). Hún liggur beint í gegnurn
fjósið á Skammbeinsstöðum (5. mynd).
Það má því til sanns vegar færa að upp-
tök þjóðhátíðarskjálftans hafi verið í
Ijósinu á Skammbeinsstöðum, eins og
gárungarnir létu sér um munn fara.
Tveimur mínútum eftir fyrsta
skjálftann varð annar kippur, 5,7 að
stærð (mb). Hann átti upptök á um 2
km langri sprungu sem liggur 3-4 km
vestan við aðalsprunguna en samsíða
-206-