Goðasteinn - 01.09.2001, Page 209
Goðasteinn 2001
Suðurlandsskjálftar árið 2000
henni. Ekki er vitað til að þessi sprunga
hafi náð til yfirborðs.
Við fyrstu kippina var eins og öll
flekaskilin til vesturs lifnuðu við. Til-
tölulega kyrrt hafði verið síðustu vik-
urnar og mánuðina á undan skjálftun-
uin en nú breyttist það svo um inunaði.
Skjálftar mældust um allt skjálftasvæð-
ið, Holt, Flóa, Ölfus, Selvog og allt
vestur á Reykjanesskaga (17, 18).
Fimm mínútum eftir fyrsta skjálftann
varð skjálfti að stærð 4,9 (mb) sem átti
upptök í Núpshlíðarhálsi norðan Vig-
dísarvalla. Honum fylgdi umtalsvert
rask á yfirborði í fjöllunum vestan og
suðvestan Djúpavatns.
Næstu dagana var greinilegt að
skjálftavirknin tók að beinast að svæði
í austanverðum Flóa, við Hestfjall og
suður af því. Þar sem almennt var búist
við að stórir skjálftar gætu orðið á vest-
anverðu skjálftasvæðinu var þetta túlk-
að sem hugsanlegur forboði slíks
skjálfta og almannavörnum gert viðvart
um það (17). Stór skjálfti reið síðan
yfir 21. júní klukkan 00 5 1. Hann
mældist 6,4 að stærð (Mw), eða svip-
aður og fyrsti skjálfti hviðunnar. Upp-
tökin voru á um 18 km langri sprungu
sem liggur frá suðri til norðurs um
vestanvert Hestfjall. Suðurendinn er
undir Þjórsá við Egilsstaði, norður-
endinn undir Eyvík í Grímsnesi. Víða á
yfirborði má sjá merki um sprunguna
(15, 16) en þó er greinilegt að sums
staðar eru ósprungin höft á yfirborði.
Það stærsta er í Flóanum, á bilinu milli
hringvegarins og Hvítár. Einnig eru
ýmsar óreglur og frávik á yfirborðs-
sprungum. Þær hliðrast talsvert til vest-
urs og austurs frá sprungunni undir
niðri. Aberandi hliðarsprunga, um 2
km löng, er einnig við hringveginn
vestan Skeiðavegamóta. Spor hennar á
yfirborði hefur stefnu í ANA og hliðr-
un um hana er vinstri handar.
Eftirskjálftar á svæðinu sýna hvernig
upptakamisgengin liggja í skorpunni.
Þeir raða sér mjög skýrt á belti með
stefnu í norður og suður (3. mynd).
Rannsóknir á bylgjum frá stóru skjálft-
unum tveimur sýna að þeir urðu vegna
hægri handar hliðrunar um upptaka-
misgengi sín, þ.e. vesturbakkar þeirra
færðust til norðurs en austurbakkarnir
til suðurs (19). Þessar niðurstöður stað-
festa þar með þá mynd sem fengist
hefur af Suðurlandsskjálftum við könn-
un á ummerkjum eftir fyrri skjálfta á
svæðinu.
Eftir skjálftann í Flóanum tók held-
ur að róast á skjálftasvæðunum. Mikill
fjöldi smáskjálfta kom þó fram á mæl-
um á hverjum degi en tíðni þeirra dvín-
aði smátt og smátt. Nú, 9 mánuðum
eftir stóru skjálftana, er enn talsverð
eftirskjálftavirkni sem að mestu er
bundin við upptakamisgengin tvö í
Holtum og Flóa-Grímsnesi. Enn er því
of snemmt að fullyrða að skjálfta-
hviðan á Suðurlandi sé gengin yfir.
Um stærð jarðskjálfta
Nokkur óvissa var um stærð skjálft-
anna fyrst eftir að þeir urðu. Fyrstu
upplýsingar gáfu stærð á bilinu 5 til 5,5
sem kom illa heim við umfang áhrifa
-207-