Goðasteinn - 01.09.2001, Page 210
Suðurlandsskjálftar árið 2000
Goðasteinn 2001
og tjóns. Ruglingur af þessu tagi er
algengur fyrst eftir stóra skjálfta og á
upptök sín í eðli Richterskvarðans. Allt
frá því að sá kvarði var fundinn upp
hafa fræðimenn deilt um réttmæti þess
að lýsa með einni tölu því flókna ferli
sem á sér stað í jarðskjálfta. Upphaf-
legur tilgangur með kvarðanum var að
nota hann til að grófflokka jarðskjálfta
með tilliti til jarðfræðilegs mikilvægis
þeirra. Til þess var notað hámarksút-
slag staðlaðs jarðskjálftamælis í næsta
nágrenni skjálftaupptakanna, eða í inn-
an við 600 km fjarlægð. Aðferðin
reyndist hins vegar betur en til var ætl-
ast og það leiddi fljótt til þess að
mönnum hætti til að ofmeta gildi
Richterskvarðans. Síðar voru skil-
greindir margir kvarðar sem byggja á
mismunandi bylgjugerðum og mæling-
um á þeim. Ekki verður farið nánar út í
fræðilegan bakgrunn kvarðanna hér. Þó
ber þess að geta að kvarðinn, sent best
reynist til að meta hina fjölmörgu smá-
skjálfta sem verða á hverjum degi hér á
landi (ML-kvarðinn), dugar ekki vel til
að gefa rétta mynd af mikilvægi stórra
skjálfta. Til þess duga betur kvarðar
sem byggjast á löngum yfirborðsbylgj-
um (Ms-kvarðinn) eða á svokölluðu
skjálftavægi jarðskjálftans (M^-kvarð-
inn). Til að mæla löngu yfirborðs-
bylgjurnar þarf mælirinn að vera stað-
settur fjarri upptökum skjálftans, þ.e.
erlendis. Bylgjur frá Suðurlands-
skjálftunum í júní 2000 mældust um
allan heim og stærðarmat á þeim lá
fyrir um klukkustund eftir að þeir urðu,
byggt á mælingum alþjóðlegra mæla-
neta. Tölur, sem síðan hafa verið
ákvarðaðar, liggja á bilinu 6,4 til 6,8
fyrir stóru skjálftana tvo. Aðeins tveir
stærri skjálftar hafa orðið á Islandi á
þessari öld, skjálftinn í Rangárvalla-
sýslu 1912 og fyrir mynni Skagafjarðar
1963. Stærð þeirra beggja var um 7
stig. Á heimsvísu teljast þessir skjálftar
þó ekki nema meðalstórir. Skjálftinn á
Indlandi í janúar 2001 var til dæmis
tæp 8 stig og stærstu mældu skjálftar
sögunnar, í Chile 1960 og Alaska 1964,
voru meira en 9 stig. Slíkra skjálfta er
ekki að vænta hér á landi sem betur ler.
Áhrif á land
Ummerki um skjálftana sjást víða á
landi og landslagi (20, 21). Þau eru af
mismunandi tagi, sprungur, grjóthrun,
skriður og breytingar á vatni. Mest var
um þessi ummerki á upptakasvæði
skjálftanna en þau urðu minna áberandi
eftir því sem tjær dró.
Sprungur. Víða komu fram sprun-
gur í bergi eða jarðvegi. Mestar voru
þær þar sem upptakamisgengi skjálf-
tanna náðu til yfirborðs. Þar komu fram
skástígar raðir eða kerfi af sprungum
þar sem sprungurnar sjálfar hafa norð-
austlæga stefnu en kerfin snúa næstum
beint í norður (15, 16). Þessar sprungur
eru í raun hluti af upptökum skjálft-
anna. Víða mátti sjá sprunguhóla, þ.e.
spildur þar sem jarðvegur og grjót
hafði vöðlast upp í fellingar eða hrúgur
(4. mynd). Hólarnir myndast gjarna á
milli sprunguenda þar sem sprungur
-208-