Goðasteinn - 01.09.2001, Page 214
Suðurlandsskjálftar árið 2000
Goðasteinn 2001
tjörn er til orðin við sprunghreyfingar í
fyrri skjálftum og höfðu opnast vatns-
gengar sprungur út úr henni til norðurs
þannig að hún heldur ekki lengur vatni.
Víða mátti sjá þess merki að vatns-
rennsli í skurðum hafði breyst. Fyrir
slíku geta verið margar orsakir, svo
sem breytingar í grunnvatnsþrýstingi,
sbr. hér að ofan, hallabreytingar á
landi, sprunguhreyfingar og jarðvegs-
skrið. Víða urðu lindir og lækir mjólk-
urlitaðir eða gruggugir og stóð það í
nokkra daga til vikur. Þetta fyrirbrigði
er þekkt frá öðrum skjálftasvæðum en
hefur lítið verið rannsakað. Líklega
stafar gruggið af fínkornaðri mis-
gengismylsnu sem grunnvatnið skolar
úr sprungum og misgengjum. Berg-
mylsnan verður til við núning og gjökt
þegar veggir misgengisins færast til í
skjálftanum og núast saman.
Ummerki um sandgos fannst á ein-
um stað, við Köldukinn í Holtum. Þar
myndaðist stutt röð af litlum gígum
sem sandblandað vatn spýttist upp úr,
líklega um leið og skjálftinn 17. júní
reið yfir. Þetta fyrirbrigði er þekkt úr
öðrum skjálftum og verður við það að
vatnsmettað sandlag þjappast við titr-
ing. Vatnsþrýstingur í sandinum vex þá
gríðarlega þegar holrými minnkar og úr
geta orðið tignarleg gos.
Forboðar skjálftanna
Jarðskjálftarnir gerðu ekki boð á
undan sér sem eftir var tekið. Við nán-
ari yfirferð á margs konar mæligögnum
má þó greina breytingar sem hugsan-
lega geta nýst í framtíðinni og sem geta
gefið margvíslegar vísbendingar um
eðli skjálftavirkninnar.
Breytingar urðu á smáskjálftavirkni
á Suðurlandi síðustu vikurnar á undan
stóru kippunum. Tíðni smáskjálfta
minnkaði og jafnframt tóku skjálfta-
upptök að raða sér á misgengið í Holt-
unum sem síðan brast 17. júní (17, 18).
Jafnframt urðu breytingar á spennu-
sviði sem lesa má út úr bylgjum frá
þessum skjálftum.
Áður var minnst á miklar breytingar
á vatnsþrýstingi í mörgum borholum
og lindum samfara skjálftunum. Einnig
mældist á einum stað á Flúðum þrýst-
ingsbreyting skömmu áður en fyrsti
skjálftinn varð (23, 24).
Radonmælingar hafa verið stund-
aðar á Suðurlandi allt síðan 1977 með
það að markmiði að finna breytingar á
undan jarðskjálftum (25, 26)). Radon
er geislavirkt gas sem losnar stöðugt úr
bergi í litlum mæli og fer út í grunn-
vatnið þar sem auðvelt er að mæla það.
Mælingarnar héldu áfram til 1993 en
þá voru tækin úr sér gengin. Niður-
stöður mælinganna gáfu mjög greini-
legar vísbendingar um að á undan
skjálftum yrðu mælanlegar breytingar á
radonstyrk í vatni. Mælingar hófust
aftur árið 1999 með nýjum og endur-
bættum tækjum (27). Vatnssýni voru
tekin u.þ.b. tvisvar í viku úr borholum
á 7 stöðum á Suðurlandi, Laugalandi
og Kaldárholti í Holtum, Flúðum,
Hlemmiskeiði, Selfossi, Öxnalæk og
Bakka í Ölfusi. Sýnin voru send til
212-