Goðasteinn - 01.09.2001, Page 222
Suðurlandsskj álftar árið 2000
Goðasteinn 2001
REYNSLA OG UPPLIFUN ÍBÚANNA
/
Ibúar voru felmtri slegnir
„Guði sé lof að ekki er vetrarnótt“
Það telst mikil mildi að engin alvar-
leg slys urðu á mönnum þegar jarð-
skjálftinn reið yfir þann 17. júní. Talið
er að það hafi skipt miklu að um
almennan frídag var að ræða og fáir
voru við vinnu. Flestir íbúar voru að
heiman vegna hátíðarhalda dagsins, og
íbá á Hellu voru flestir ýmist í íþrótta-
húsinu sem reyndist standast skjálfta
vel eða úti við sundlaugina. Aðrir íbúar
voru flestir úti við, enda hábjartur
dagur og veður mjög gott. Menn voru
að vonum mjög skelkaðir eftir skjálf-
tana. Allir íbúar þorpsins urðu fyrir
einhverju tjóni, þó mismiklu. Víðast
skemmdist innbú og nokkur hús voru
strax metin óíbúðarhæf í kjölfar skjálf-
tanna. „Ég þakka Guði fyrir að ekki sé
vetrarnótt“, sagði Ingvar Baldursson
íbúi á Hellu um klukkustund eftir að
skjálftinn reið yfir og margir áttu eftir
að taka sér sömu orð í munn. Menn
höfðu á orði að þeir væru fegnir að þeir
hefðu ekki verið heima, af ummerkjum
innandyra væri ljóst að margir hefðu að
öllum líkindum meiðst ef þeir hefðu
verið innanhúss. I húsum lá innbú víða
sem hráviði um gólf, sprungur voru í
veggjum og gólf víða sigin, innréttin-
gar höfðu losnað frá veggjum,
bókahillur fallið og lausamunir og gler-
brot þöktu gólf.
Margir treystu sér ekki til að fara
inn í húsin fyrst eftir skjálftann og
sváfu ekki í þeim næstu nótt. Tjaldvist
sumra stóð í nokkrar nætur. Þá voru
margir sem tjölduðu til að vera við öllu
búnir ef rýma þyrfti hús síðar. Nokkuð
var um að menn gistu í öðrum byggð-
arlögum.
„Eg horfði á vegginn rifna út“
Jónína Valdemarsdóttir, íbúi við
Freyvang á Hellu, var úti í garði við
störf þegar skjálftinn reið yfir. „Ég
henti mér á jörðina og lá þar“, sagði
Jónína um klukkustund eftir að skjálft-
inn reið yfir. „Ég sá hvernig veggurinn
hérna rifnaði út og féll niður. Ég
óttaðist um tíma að húsið myndi allt
hrynja, mér fannst þetta engan enda
ætla að taka.“ I húsinu hennar var allt á
hvolfi „einn stór ofn rifnaði frá og vatn
lak út“, hún vissi ekki alveg hversu
miklar skemmdir væru á heimili henn-
ar, „ég hef ekki treyst mér almennilega
til að fara inn og skoða ennþá“. Jónína
sagði síðar að húsið sjálft hefði ekki
reynst mikið skemmt eftir skjálftann,
en þó nokkurt tjón varð á innanstokks-
munum, og það hvernig þessi stóri ofn
rifnaði frá, þótti Jónínu sýna vel hversu
gríðarleg átök voru í skjálftanum. Jón-
ína treysti sér ekki frekar en fjölmargir
aðrir til að dveljast í húsi sínu næstu
nótt, „maður þorði ekki að vera inni,
allir óttuðust að það kæmi annar
skjálfti“.
-220-