Goðasteinn - 01.09.2001, Page 231
Goðasteinn 2001
Suðurlandsskjálftar árið 2000
um okkar var bilað, þannig að við átt-
um erfitt með að gera okkur Ijóst
liversu miklar hamfarir þetta voru. Mér
brá óneitanlega mikið þegar ég kom í
verslunina og sá hvernig allt leit út og
enn meira þegar ég kom heim og sá að
húsið okkar væri að öllum líkindum
ónýtt. Ég hafði ekki ætlað að fara með í
laugina og hugðist leggja mig heima.
Ég lét tala mig til og átti eftir að vera
því mjög fegin, því að þegar heim var
komið var hurðin inn í svefnherbergi
gengin til og ekki nokkur Ieið að opna
hana. Ég hefði Iokast þar inni ef ég
hefði staðið föst á að leggja mig. Ég
var því strax mjög fegin að hafa ekki
verið heima.“
Hremmingum í Landvegamótum
var þó engan veginn lokið eftir þjóðhá-
tíðarskjálftana, tæpum fjórum dögum
síðar þegar seinni skjálftinn kom. „Við
vorum búin að sýna vissa fyrirhyggju,
við röðuðum ekki eins miklu í hillurnar
og í goskælana og við settum alltaf eitt-
hvað fyrir þá á kvöldin, þannig að síður
myndi hrynja úr þeim. Það átti eftir að
koma sér vel“, sagði Pálína.
Hún segir að ekki hafi verið stund-
legur friður fyrir ókunnugu fólki eftir
skjálftann og hún er ósátt við ágang
þess og aðgangshörku. „Það var alveg
ótrúlegt að sjá hvað fólk var aðgangs-
hart. Við þurftum að hafa lokað fyrst
eftir skjálftana á meðan að við vorum
að taka til. En það var ekki nokkur
friður til neins vegna fólks sem var að
koma og vildi „aðeins fá að sjá“. Það
var eins og menn vildu ekki skilja að
hér var ekki um nein gamanmál að
ræða. Við sögðum að það væri lokað
en þá spurði það undrandi „megum við
ekki aðeins sjá?“ og óð jafnvel inn. Við
vorum með útidyrnar opnar, ég gat
ekki hugsað mér að loka þeim. Ef ske
kynni að kæmi annar skjálfti vildi ég
eiga greiða leið út. Ég var búin að sjá
hvernig herbergi gátu lokast algerlega
heima hjá mér. Við settum loks grindur
fyrir útidyrnar til að varna inngöngu,
en menn ýttu þeim bara frá og óðu inn.
Það var ekki stundlegur friður. Enginn
þeirra bauðst til að aðstoða okkur, þeim
fannst bara spennandi að skoða.“ Það
var auðheyrt á Pálínu að henni blöskr-
aði framgangur aðkomufólks og skiln-
ingsleysi gagnvart þeim hremmingum
sem íbúar voru að ganga í gegnum.
Ibúðarhús Pálínu reyndist ónýtt og
fjölskyldan bjó í tjaldvagni í nokkrar
vikur en reistu svo nýtt en minna hús.
„Það var ekkert farið að ræða um
bráðabirgðahúsin þá, og okkur lá á að
fá þak yfir höfuðið. Ég er mjög sátt við
húsið, það nýtist okkur vel. Að vísu eru
viðbrigði að minnka svona snöggt við
sig, ég er ekki búin að finna öllu dótinu
úr gamla húsinu stað enn, það hefur allt
sinn tíma.“
Ognarkraftar að verki
Upptök skjálftans þann 21. júní voru
í austanverðu Hestfjalli. Ljóst er að
ógnarkraftar losnuðu úr læðingi við
skjálftann. Löng sprunga, um 70 metr-
ar, lá niður eftir hlíðum þess, hún var
hvorki djúp né breið en alláberandi
engu að síður. Þá myndaðist þver-
-229-