Goðasteinn - 01.09.2001, Page 262
S uðurlandsskj álftar árið 2000
Goðasteinn 2001
Prófessor Ragnar Sigbjörnsson,
jarðskjálftaverkfræðingur hjá Rann-
sóknarmiðstöð Háskóla Islands, hefur
safnað miklum gögnum umjarðskjálft-
ana sumarið 2000 og hann telur ljóst að
byggingarhættir Islendinga „eru um
margt heppilegir með tilliti til jarð-
skjálfta.“
Islendingar byggja lágreist hús og
mjög stórar háreistar byggingar eru
fáar. „Reynsla erlendis sýnir að stórar,
flóknar byggingar skemmast oft fremur
en einfaldar lágreistar byggingar. Ein-
faldleikinn er bestur.”
Þjóðfélagslegt tjón
Kostnaður vegna jarðskjálftanna á
Suðurlandi var ekki allur kominn fram
í mars árið 2001, en Ragnar taldi lík-
legt að hann myndi verða á fjórða
milljarð króna þegar allt yrði talið.
„Það urðu skemmdir á nánast öllu sem
skemmst gat á upptakasvæðinu. I dag
veit raunar enginn hvað þetta kemur til
með að kosta þjóðfélagið og það er
alltaf óvarlegt að setja fram tölur, en
mér sýnist að nú þegar sé þetta komið á
þriðja milljarð króna og ekki eru öll
kurl komin til grafar enn. Það kæmi
mér ekki á óvart þó kostnaður hallaði í
fjórða milljarðinn áður en upp verður
staðið. Þá miða ég við að við tökum
allan kostnað vegna jarðskjálftanna
með í reikninginn. Þetta segir okkur að
jarðskjálftarnir eru gífurlegt áfall og að
afleiðingar þeirra fyrir Suðurland,
metnar í kostnaði á íbúa, eru síst minni
heldur en afleiðingar stórra jarðskjálfta
úti í heimi.“
Ragnar hefur unnið töflu um tjón út
frá upplýsingum frá Viðlagatryggingu í
mars 2001.
Langsamlega mesta tjónið varð í
Rangárvallasýslu, eða tæp 63% af heil-
dartjóni, þ.e. öllu tjóni sem metið hafði
verið í mars 2001, en athygli vekur
hvað tjón á innbú er lítill hluti af heil-
dartjóni þar. Tjón í Arnessýslu varð
hins vegar tæp 36% heildartjóns en
tjón á öðrum svæðum einungis uni
1,4%. Þessar tölur sýna ekki allt eigna-
tjón sem einstaklingar hafa orðið fyrir.
I því sambandi er rétt að minna á að
eigináhætta tjónþola er 5% af tjónsup-
phæð, þó að lágmarki 51.600 kr., og
ljóst er að ekki hefur þýtt að tilkynna
tjón sem var minna en sú upphæð. Þá
þarf innbú að vera tryggt sérstaklega til
þess að það fáist bætt að fullu, hvort
sem er í sumarbústað eða öðru hús-
næði.
7
Islenskir byggingarhættir
í kjölfar jarðskjálftanna vöknuðu
umræður um hvort endurmeta þyrfti
íslenska byggingarstaðla. Ragnar segir
„vissulega þörf á að fara yfir þau mál
og endurmeta. Reynsla erlendis sýnir
að í kjölfar slíkra atburða á sér ávallt
stað ákveðin endurskoðun. Staðreyndin
er hins vegar sú að nýlegar byggingar,
vel byggðar, hafa staðist áraun jarð-
skjálftanna sem samkvæmt mælingum
Rannsóknarmiðstöðvarinnar var í raun
-260-