Goðasteinn - 01.09.2001, Page 269
Oddastefna 2000
Goðasteinn 2001
Séra Seán McTiernan:
É - •" Gelísk áhrif á kristindóm
að fornu á Islandi
Góðir gestir á Oddastefnu. Ég lýsi
yfir ánægju minni og þökk fyrir boðið
hingað á Hellu sem mér þykir vera
sérstakt kauptún. Hér eru hellar frá
fornu fari og ef til vill bjuggu þar gel-
ískir munkar. Nafnið Ægisíða er
kannski írskt. „Sí“ á írsku þýðir huldu-
fólk.
Ymsar fornar heimildir eru til um
könnunarferðir írskra manna í norður-
höfum. Adamnán, sem andaðist árið
sjö hundruð og fjögur, var ábóti í
klaustri í íona í Skotlandi. Hann ritaði
ævisögu stofnanda klaustursins, heilags
Kolumba, sem andaðist árið fimm
hundruð nítíu og sjö. Hann nefnir þar
munkinn Kormák, sem hafði farið þrjár
könnunarferðir til að leita eyðieyjar í
norðurhöfum.
Beda prestur, fyrsti enski sagnfræð-
ingurinn, sem dó árið sjö hundruð þrjá-
tíu og fimm, nefnir í riti sínu landið
Thule, sex daga siglingu norður af
Bretlandseyjum, og segir að þar búi
einsetumenn. Þá er til frásögn af ferð-
um írska munksins Brendans, skráð á
níundu öld. Þar segir frá ferðum Brend-
ans um miðja sjöttu öld. Hann leitaði
eyja í norðurhöfum. A þeim árum not-
uðu Irar sérstaka gerð báta til siglinga,
sem nefndust „curragh“ og voru þeir
þannig gerðir að nautshúðir voru
strengdar á tágagrind og saumaðar
saman. Þeir bátar sem ætlaðir voru til
langferðar voru allstórir, byrðingurinn
var úr tvö- eða þreföldu skinni og þeim
var ýmist siglt eða róið 1).
Diculius var írskur munkur og kenn-
ari í háskóla sem Karl mikli keisari
stofnaði. I riti sínu: Liber de mensura
orbis terræ (Um mælingu jarðarkringl-
unnar) frá árinu átta hundruð tuttugu
og fimm getur hann um frásagnir ým-
issa manna um Thule og ritar síðan:
„Fyrir þrjátíu árum (það er að
segja um sjö hundruð níutíu og
fimm) sögðu mér klerkar, sem
dvöldust á þessari eyju frá upp-
hafi febrúarmánaðar til upphafs
ágústmánaðar, að ekki aðeins um
sumarsólstöður, heldur dagana á
undan og eftir sé eins og sólin
feli sig á bak við dálítinn hól á
kvöldin þegar hún gengur undir,
þannig að ekkert rökkur verði
þessa örstuttu stund og maður
geti gjört, hvað hann vill, jafnvel
tínt lýs úr skyrtu, eins og sól væri
á lofti. “
-267