Goðasteinn - 01.09.2001, Side 270
Goðasteinn 2001
Oddastefna 2000
I upphafi Sturlubókar sem er elsta
varðveitta gerð Landnámu, rituð á
þrettándu öld, segir svo:
„En áðr íslancl byggðisk af
Nóregi, váru þar þeir menn, at
þeir hafi verit vestan um haf því
at fundusk eftir þeim bækr írskar,
bjöllur ok baglar ok enn fleiri
hlutir, er þar mátti skilja, at þeir
váru Vestmenn“ (2).
A sama hátt og munkarnir á Islandi
efldu lærdóm, voru munkarnir á írlandi
verndarar lista, ekki einungis á sjálfu
Irlandi en einnig í Evrópu. írinn Scotus
Erigina (á níundu öld) var fróðasti
heimspekingur frá Ágústínusi til Tóm-
asar Aquinas. Hann var allra manna
lærðastur í grískum fræðum og langt á
undan samtíð sinni. Einhverju sinni
sátu Karl hinn sköllótti, konungur
Frakklands, og Scotus að sumbli and-
spænis hvor öðrum við borð. Konung-
urinn spurði Scotus hvað skildi á milli
Skota og drykkjurúts. „Bara borðið“,
svaraði Scotus(3).
Brynjubæn
Ein helsta sönnun gelískra áhrifa á
fornan kristindóm á íslandi gæti verið
brynjubænin. Hún tengist Efesusbréf-
inu, sjötta kaila, fjórtanda versi, þar
sem stendur: „Standið því gyrtir
sannleika um lendar yðar og klæddir
brynju réttlætis." Brynjubæn er
nokkurs konar litanísk írsk bæn þar
sem byrað er á heilagri þrenningu, því
næst koma englarnir, þá hinir ýmsu
dýrlingar. Náttúruöflin eru ákölluð til
hjálpar einstökum limum líkamans við
alls konar aðstæður, gegn ýmis konar
böli og háska. I lokin er beðið um að
verndin megi leiða til eilífs hjálpræðis.
Til er íslensk brynjubæn sem er næst-
um því orðrétt írsk brynjubæn í sumum
hlutum. Eg bað prest sem var prófessor
í fornírsku að reyna að aldursgreina
bænina. Þegar hann hafði skoðað
fornírskuna giskaði hann á að hún
hefði verið skrifuð á níundu öld. (Mac
Eoin, G.S., „Some Icelandic Loricae“,
Studia Hibernica, 3 (1963), 143 -154.)
Til að skilja þessa fallegu bæn þurf-
um við að skilja hvað gelískur kristin-
dómur er. John Macquarrie prófessor í
guðfræði við Oxfordháskóla, heims-
kunnur þýðandi Being and Time
(Tilveran og tíminn) vakti athygli á
nokkrum hliðum keltneskar trúarspeki
sem kristnir nútímamenn geta lært af.
Þrátt fyrir það að keltnesk trúarspeki
tilheyri menningu sem er að mestu
leyti horfin, fullnægir hún að mörgu
leyti þeim skilyrðum sem samræmast
mundi samtíma trúarspeki. í brenni-
depli keltneskrar trúarspeki var sannur
skilningur á nærveru Guðs. Keltinn var
mjög guðrækinn maður og líf hans var
umkringt guðdómnum. Keltar voru
mjög uppteknir af guðdómnum og líf
þeirra samofið Guði. Þessi nærvera
Guðs var í daglegum athöfnum og
verkum manna, til dæmis: að fara á
fætur, kynda eldinn, hefja vinnu og fara
í háttinn. James Mackey guðfræði-
prófessor við Edinborgarháskóla segir
að hjá Keltum séu englakórarnir jafn