Goðasteinn - 01.09.2001, Page 275
Oddastefna 2000
Goðasteinn 2001
Góðir áheyrendur! „Ef Drottinn
byggir ekki híísið, erfiða smiðirnir til
ónýtis“, segir í hinni helgu bók og skal
fyrst í huga haft þegar litið er á sögu og
stöðu kirkju og kristni í okkar héraði
sem og annarsstaðar. Ég er ekki sagn-
fræðingur og ekki hlutlaus um við-
fangsefni mitt í dag. Ekki áhorfandi
utanfrá, heldur tel ég mig vera, eins og
aðra Rangæinga, hluta af því. Samfélag
okkar og menning er að stórum hluta
ávöxtur þúsund ára kirkju og kristni
sem mótað hefur kynslóðirnar sem hér
hafa lifað. Efnið sem um skal fjallað er
svo víðfemt að um það verða engin
mörk dregin, fyrir utan hin landfræði-
legu, hvað þá að því verði nokkur viðh-
lítandi skil gerð, og það eins þó í
margfalt lengra máli væri reifað en hér
gefst kostur á. En það er vissulega við
hæfi að leiða hugann að þessu efni eftir
þúsund ára kristni í landinu. Hér verður
því reynt að drepa á eitt og annað bæði
að því er viðkemur ytra formi og skipu-
lagi kirkjunnar sem og hinni ósýnilegu
kirkju sem á sinn veruleika í huguin og
hjörtum fólksins, þar sem frækorn
kristinnar boðunar hefur náð að festa
rætur og bera ávöxt í lífi einstaklinga
og kynslóða. Þar finnst sjálfsagt flest-
Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson:
Kirkja og kristni í
Rangárþingi
um sem óhægt sé um mat og mælingar
við að styðjast, en fáir munu þó and-
mæla því að kirkja og kristni hafi mót-
að lífsmáta og hugsunarhátt þjóðarinn-
ar og menningu hennar til mikilla
muna á þúsund ára vegferð - frá
kristnitöku til þessa dags.
Þegar hugsað er til þúsund ára sögu
og sambýlis þjóðar og kirkju vakna
óhjákvæmilega spurningar um áreið-
anleika heimilda, hvort heldur sem um
arfsagnir er að ræða eða ritaðar heim-
ildir frá fyrri tíð. Vísindaleg sagnfræði,
sem svo er nefnd, tekur víst fátt gilt
nema staðfestar skýrslur embættis-
manna, samtímaannála, dómabækur og
sakamálaskrár. Líklega þó einnig nið-
urstöður, ýmiskonar samanburðarrann-
sókna og fornleifafundi. En einmitt
þetta síðastnefnda hefur í mörgum
tilvikum komið heim og saman við
fornar sagnir og sögur, sem ýmsir hafa
þó viljað telja einberan uppspuna eða
skáldskap mestanpart.
Þarf þó ekki alltaf fornar sagnir til,
að véfengdar séu af fræðimönnum og
höfundum svonefndra heimildar-
kvikmynda sem nú tíðkast að gera um
fyrri tíma fólk og lífshætti þess. Þar
virðist stundum meira farið eftir fyrr-
-273-