Goðasteinn - 01.09.2001, Page 278
Goðasteinn 2001
Oddastefna 2000
Haukadal. Og þegar á fyrstu áratugum
kristni í tandinu tóku að rísa hér í
Rangárþingi nokkrir kirkjustaðir sem
brátt efldust að búnaði og áhrifum með
vaxandi þjónustu og helgihaldi. Þetta
var hin ennþá óklofna, kaþólska kirkja
sem viðtekin var á Alþingi fyrir þúsund
árum, undirgefin páfanum í Róm. Og
svo hélst áfram eftir hinn fyrri kirkju-
klofning upp úr miðri 11. öld, er aust-
urkirkjan, eða orthódoxa kirkjan varð
til. Mikil saga er af átökum páfavalds-
ins og íslenskra höfðingja, sem reyndu
að hatda völdum sínum og eignum á
kirkjustöðum sem þeir höfðu byggt upp
og sumpart tengdist hinu forna goða-
veldi í heiðni að talið er. Ekki verður út
í þá sögu farið í stuttu máli en frægust
eru frá þeim átökum í okkar héraði hin
alkunnu og oft tilvitnuðu orð höfðingj-
ans í Odda, Jóns Loftssonar: „Heyra
má ég erkibiskups boðskap, en ráðinn
er ég í því að hafa hann að engu.“
Má vera að þessi orð gætu talist
táknræn fyrir þær aðstæður sem hinum
nýja sið voru búnar í upphafi, og þá
ekki aðeins að því er hina ytri kirkju-
skipan varðaði, heldur einnig um við-
tökur hins kristna boðskapar meðal
hins heiðna meirihluta almennings sem
með lagasetningu var í einni svipan
skikkaður til trúskipta. Má það m.a.
marka af ummælum í Hungurvöku
(sem er fornt rit um ævi fimm fyrstu
Skálholtsbiskupa), en þar segir um
hinn fyrsta þeirra ísleif Gissurarson:
„Hann hafði nauð mikla á marga
vegu í sínum biskupsdómi fyrir
sakir óhlýðni manna. Má það af
því merkja nokkuð, í hverjum
nauðum hann hefur verið fyrir
sakir ótrú og óhlýðni og ósiða
sinna undirmanna, að lögsögu-
maðurinn citti mœðgur tvœr og
þá lögðust sumir menn út í víking
og á herskap, og mörg endemi
tóku menn þau til önnur, þau er
nú mundi ódcemi þykja, ef menn
hencli slíkt. “
Raunar bar sú kristni sem hér var
lögtekin í árdaga ýmsu annan blæ en
síðar gerðist. Má það m.a. marka af
lýsingu Snorra Sturlusonar í Heims-
kringlu á kristniboðanum Þangbrandi
presti, þar sem hann segir að hann hafi
verið „ofstopamaður mikill og víga-
maður, en klerkur góður og maður
vaskur“. Af ýmsum dæmum telja menn
sig mega ráða að eðli manna sé samt
við sig þó tímar renni og atferli og siðir
breytist. Samt verður að telja að þetta
mat Snorra á góðum klerki sé allfjarri
því sem nú mundi við hæfi talið. Og
má af þessu glöggt greina áhrif krist-
innar mótunar og gildismats frá því
Þangbrandur var og hét.
Eftir kristnitöku má greina augljós
merki þess að kristinn siður og kenning
hafi fljótlega tekið að breyta viðhorfi
manna og mannhefndum og öðrum
vígaferlum slotað og þrælahald smám
saman lagst af. Þannig hefur nær heill-
ar aldar bil, sem hófst þremur áratugum
eftir kristnitöku, verið kallað friðaröld-
in. Segir m.a. í Kristni sögu um Gissur
ísleifsson biskup að: „Hann friðaði svo
-276-