Goðasteinn - 01.09.2001, Side 279
Oddastefna 2000
Goðasteinn 2001
vel landið, að þá urðu engar stórdeilur
með höfðingjum, en vopnaburður
lagðist mjög niður.“
Þetta átti svo eftir að breytast aftur
þegar Sturlungaöldin gekk í garð með
stórdeilum höfðingja og mannskæðum
átökum. Kom þar til bæði ásælni Nor-
egskonunga og krafa hinna kaþólsku
erkibiskupa á Norðurlöndum um yfir-
ráð kirkjunnar og yfirtöku á kirkju-
stöðum og eignum og áhrifum sem
þeim fylgdu og áður höfðu verið í
hendi veraldlegra valdsmanna. Má
segja að þau átök hafi ekki með öllu
fjarað út fyrr en með siðaskiptum, og
að fram að þeim tíma hafi hin kaþólska
kirkja í landinu stöðugt verið að eflast
að veraldarauði og völdum. Ritaðar
heimildir fjalla mest um þau efni, en
minni sögum fer af kristinni mótun og
trúarlífi almennings.
Enginn vafi er þó á því að hér í
Rangárþingi átti kristnin vexti og við-
gangi að fagna frá upphafi. Kemur þar
fyrst til það sem áður var sagt um
kristin ítök á landnámsöld og jafnvel
fyrir norrænt landnám, og svo í öðru
lagi áhrif langfeðganna og lærdóms-
mannanna og sem fyrstir hófu Odda-
stað til þeirrar reisnar og virðingar sem
hann síðan hefur notið í hugum héraðs-
búa og landsmanna allra. I þriðja lagi
vil ég nefna aðra yfirburðamenn sem
hér komu fram, innanhéraðsmenn, sem
komust til mikilla áhrifa sakir mann-
kosta sinna, lærdóms og atorku. Þar á
ég fyrst og fremst við þá tvo Rangæ-
inga sem í hugum fólksins, og með
þjóðinni allri um aldir, voru taldir helg-
ir menn, þá biskupana Jón helga Ög-
mundsson sem fæddur var á
Breiðabólstað í Fljótshlíð þar sem hann
var prestur í nær þrjátíu ár, áður en
hann varð fyrstur biskupa á Hólum árið
1106-1121, og Þorlák helga
Þórhallsson sem fæddur var á hinum
núverandi kirkjustaðnum í Fljótshlíð,
Hlíðarenda, og varð biskup í Skálholti
árin 1178-1193.
Báðir voru þessir fæddu Fljóts-
hlíðingar mjög atkvæðamiklir um
framgang kristninnar, svo í heima-
héraði á fyrri hluta sinnar starfsævi,
sem og hvor um sig í sínu biskupsdæmi
síðar. Ekki er að efa að fleiri bænda- og
höfðingjasynir í Rangárþingi, sem
menntun hlutu í Odda og Skálholti hafi
reynst kirkju og kristni í héraði drjúgir
liðsmenn, þó hæst beri nöfn dýrlingan-
na tveggja sem hér voru nefndir.
Jafnframt efldust kirkjustaðirnir í
héraðinu og hlutverk þeirra varð
fjölþættara. Þeir urðu ekki aðeins staðir
helgihalds og mannamóta um ársins
hring, heldur einnig miðstöðvar mennta
og fræðslu og um leið andlegar orku-
stöðvar fyrir umhverfi sitt, sveit sína og
söfnuði. Auk Oddastaðar bar þar löng-
um hæst Breiðabólsstað og Holt, auk
nokkurra annarra staða sem þó hafa
ekki átt sér eins langa og samfellda
sögu.
Þrátt fyrir átök og umbreytingar
siðaskiptanna um miðja 16. öld, hélst
staða og áhrif kirkjunnar að miklu leyti
óbreytt meðal almennings. Vissulega
voru þungar fórnir færðar og sitthvað
glataðist eins og ávallt gerist þegar
-277-