Goðasteinn - 01.09.2001, Page 280
Goðasteinn 2001
Oddastefna 2000
gamlar hleðslur víkja fyrir nýjum, eða
stormhviða fer um feyskinn skóg. Ekki
þarf að minna á að meginbreytingin hið
ytra var tilfærsla áhrifa og eigna frá
páfavaldi til konungsvalds.
En áherslubreytingar í túlkun
trúarsannindanna og boðun orðsins og
aðgengi að Heilagri ritningu á móður-
málinu voru þeir þættir sem máli skiptu
í helgihaldi og trúarlífi og raunar einn-
ig um þróun og varðveislu íslenskrar
tungu.
Siðbótarfrömuðurinn Marteinn
Lúther hefur haft mikil áhrif á allar
kirkjudeildir, en að sjálfsögðu hafa
kenningar hans haft gjörtækust áhrif í
þeirri kirkjudeild sem við hann er
kennd, okkar evanelisk-lúthersku
kirkju, sem við deilum með öðrum
þjóðum um norðanverða Evrópu og
raunar miklu víðar um heim nú um
stundir.
Um þetta efni, sem þó vissulega er
einn mesti áhrifavaldur um okkar trúar-
afstöðu og kristin viðhorf í okkar hér-
aði og landi, verð ég þó að vera fá-
orður. Aðeins langar mig að vitna til
ritgerðar sr. Heimis heitins Steinssonar,
sem nú er nýlátinn, blessuð sé minning
hans. En þessi ritgerð hans ber heitið:
„Samfélagsáhrif siðbótar". Niðurlags-
orð sr. Heimis eru þessi:
„Sennilega erum vér á einu máli
um það, að ríki Norðurlanda séu
í þessu efni (þ.e. sem velferðar-
ríki) liin fremstu meðal þjóða
heims ... Spurningin er þá sem
fyrr: Er það tilviljun, að þessi
fágœti árangur hefur náðst í
þeim afkimum veraldar, þar sem
Marteinn Lúther og siðbót hans
svo lengi höfðu úrslitaáhrif á
skoðanamyndun ?
Ef svarið við spurningunni
verður á þá lund, að ekki sé um
að ræða tilviljun, heldur sé unnt
að finna bein eða óbein tengsl
milli siðbótarinnar og áður-
nefndra nútímahátta um Norð-
urlönd, leiðir af sjálfu sér, að
samfélagsáhrif lúthersku sið-
bótarinnar hafa aldrei verið
meiri á þessum slóðum en einmitt
nú. Þá er einnig í nokkrum mæli
vitað, hvað það er, sem vér skyld-
um kappkosta að varðveita og
skila í hendur óbornum kynslóð-
um, - ef vér að öðru leyti erum
eftir atvikum sátt við það sam-
félag, sem hér er til orðið. “
Þessi orð eru skrifuð fyrir a.m.k. 13
árum og hafa vonandi ekki misst gildi
sitt að neinu marki þó ýmislegt virðist
á hverfanda hveli um þessi árþúsunda-
mót.
Eitt af því sem auðkenndi hina sýni-
legu kirkju fyrir siðaskiptin var hinn
mikli fjöldi hálfkirkna og bænhúsa sem
risið höfðu hér svo til í hverju
bæjahverfi. Ber það vissulega vott um
hin víðtæku áhrif kirkjunnar í
þjóðlífinu á þeim tíma og það hve
helgihald og trúariðkun var stór þáttur í
lífi almennings. Þannig var þetta um
allt land og ekki síst hér í okkar héraði.
-278-