Goðasteinn - 01.09.2001, Page 281
Oddastefna 2000
Goðasteinn 2001
Sem dæmi þessa tek ég það sem segir
um Landþing í Prestatali og prófasta sr.
Sveins Níelssonar: „Landþing, eða
Stóru-Vellir á Landi. Alkirkjur voru 5 í
Landþingum: á Stóru-Völlum Ólafs-
kirkja, í Skarði Mikaelskirkja, Þorláks-
kirkja í Klofa, Péturskirkja á Leiru-
bakka og í Næfurholti." I neðanmáls-
grein segir: „Auk þess var hálfkirkja í
Fellsmúla. Fyrr meir voru ennfremur
kirkjur í Flagbjarnarholti, á Kýrauga-
stöðum, í Lúnansholti, í Hvammi og í
Skarfanesi og bænhús í Eskiholti, á
Merkihvoli og í Mörk. Allar eru þær
löngu niður fallnar. I Tröllaskógi hafa
fundist merki uin kirkjugarð. Arið
1765 voru afteknar kirkjur á Leiru-
bakka, í Næfurholti og á Fellsmúla.
1879 er Klofakirkja lögð niður og
Stóru-Vallakirkja 1886“. Þannig mætti
rekja þennan þátt kirkjusögunnar um
allt Rangárþing.
En þetta o. fl. sýnir jafnframt að
margar þessar kirkjur og bænhús héld-
ust víða langt fram yfir siðaskipti og
virðist mest kveða að fækkun þeirra á
tveimur til þremur síðustu öldum. Eins
og sjá má af dæmi Landþinga helst
þetta í hendur við röskun og eyðingu
byggðar, en miklu mun og haga ráðið
um þessa þróun versnandi afkoma og
efnahagur á tímum harðinda, náttúru-
hamfara og verslunareinokunar. Eru og
sögð þess dæmi í öðrum og harðbýlli
héruðum landsins að þegar harðast
svarf að hafi eldiviðarskortur verið
slíkur að kirkjuviðir hafi orðið síðasta
hálmstráið í lífsbjargarviðleitninni.
Þó að saga kirkju og kristni sé ekki
hálfsögð með því að telja upp kirkjur
og vígða menn, þá skal þó aðeins fetað
lengra á þeirri braut og víkja að kirkju-
skipan og sókna í héraðinu. Til að
drepa á þetta í sem allra stystu máli
hefi ég valið að nálgast efnið á töl-
fræðilegan hátt, og staðfestir útkoman
fullkomlega það sem hér hefur áður
verið sagt: Samkvæmt áðurnefndu
Prestatali og prófasta hafa setið Odda-
stað alls 52 prestar sem vitað er um og
eru þá meðtaldir aðstoðarprestar og
einnig þeir sem bæst hafa í hópinn frá
því prestatalið var útgefið.
Næstflestir prestar eða samtals 48
hafa þjónað á Breiðabólsstað. I Land-
þingum hafa þjónað 39 prestar, í Holti
35, í Kálfholti og síðar Kirkjuhvoli 33,
í Stóra-Dal 30, í Krossþingum 29, í
Fljótshlíðarþingum 25, í Eyvindarhól-
uin 24, og sömuleiðis 24 á Stórólfs-
hvoli, í Keldnaþingum 23 og Holtþing-
um 22. Vestmannaeyjar tilheyrðu
Rangárvallaprófastsdæmi til ársins
1946. Þar voru tvö prestaköll til 1837:
Kirkjubær og Ofanleiti, en samtals til
1946 teljast þar hafa þjónað 43 prestar.
Samtals eru þetta 427 prestar. Eftir
sömu heimild og viðbótum hafa 36
prestar gegnt störfum prófasts í
Rangárvallaprófastsdæmi. Þar af hafa
14 setið í Odda, 10 á Breiðabólsstað, 6
í Holti, 3 í Fellsmúla, og 1 á hverjum
stað á Keldum, Kirkjuhvoli og Berg-
þórshvoli. Þriðji prófasturinn í Fells-
múla, núverandi prófastur, er fyrsta
konan sem gegnir þessu embætti í
okkar héraði og önnur í röð kvenna
sem prófastsembætti gegna á landinu
-279-