Goðasteinn - 01.09.2001, Page 296
Annálar 2000
Goðasteinn 2001
Richter en erlendis frá komu fljótlega frétt-
ir um að hann hefði mælst vera 6,5 stig á
Richter sem flokkast með stærstu jarð-
skjálftum og var þar með kominn í flokk
„Suðurlandsskjálfta“. Upptök skjálftans
voru vestarlega í Holtum. Helsta áhrifa-
svæði þessa skjálfta var í Holtum, Hellu og
á hluta af Rangárvöllum, en áhrifin fjöruðu
út eftir því sem lengra dró frá upptökun-
um, bæði til austurs og vesturs, en fólk
fann þó verulega fyrir honum víða, t.d. í
Reykjavík og á Kirkjubæjarklaustri.
Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið á
þeim stóra en ullu ekki frekara tjóni. Þeir
íbúar sem ekki voru við hátíðahöldin voru
margir úti við vegna góða veðursins.
Almannavarnanefnd Rangárvallasýslu tók
þegar til starfa og hóf könnun á því hvort
fólk hefði slasast eða látið lífið. Björgunar-
sveitir voru kallaðar út og fóru þær um og
könnuðu ástandið. í ljós kom, til allrar
lukku, að slys höfðu ekki orðið mjög
alvarleg og enginn lét lífið. Sunnudaginn
18. júní var haldinn borgarafundur á veg-
um almannavarnanefndarinnar í íþrótta-
húsinu á Hellu og komu þangað mörg
hundruð manns frá öllum sveitarfélög-
unum í vestanverðri Rangárvallasýslu,
enda varð það svæði verst úti í þessum
skjálfta. Hreppsnefnd Rangárvallahrepps
hélt fund síðar sama dag og veitti sveitar-
stjóranum heimild til þess að gera nauð-
synlegar ráðstafanir til aðstoðar íbúunum.
Þegar tóm gafst til að huga að húsum
og öðrum mannvirkjum kom í Ijós að mörg
hús á Hellu og í sveitinni höfðu skemmst
verulega og víða var innbú illa farið fyrir
utan það að allt var á tjá og tundri. Margir
íbúanna tóku til þess ráðs að nota veður-
blíðuna og dvöldu í tjaldvögnum og öðru
álíka utandyra í nokkrar nætur. Rauði kross
Islands tók til starfa og setti upp fjölda-
hjálparstöð í Grunnskólanum á Hellu sem
starfaði þar í nokkrar vikur og veitti mörg-
Margir góðir gestir mœttu á borgarafundinn. Frá vinstri við háborðið eru: Böðvar
Bjarnason, slökkviliðsstjóri Brunavarna Rangárvallasýslu og í Almannavarnanefnd
Rangárvallasýslu. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárvallahrepps og í
Almannavarnanefnd Rangárvallasýslu. Friðjón Guðröðvarson, sýslumaður
Rangárvallasýslu og íAlmannavarnanefnd Rangárvallasýslu. Davíð Oddsson, forsœtis-
ráðherra. Ragnar Sigbjörnsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla íslands í
jarðskjálftafræðum. Páll Halldórsson, eðlisfræðingur, Veðurstofu íslands. Ásgeir
Asgeirsson, framkvœmdastjóri Viðlagatryggingar Islands. Freyr Jóhannsson,
tæknifrœðingur og matsmaður Viðlagatryggingar íslands.
-294-