Goðasteinn - 01.09.2001, Page 302
Annálar 2000
Goðasteinn 2001
Kennarar við skólann eru nú sjö, auk
skólstjórans, Sigurjóns Bjarnasonar.
Leikskólinn á Laugalandi er einnig rek-
inn í samstarfi við Asahrepp og voru þar í
vetrarbyrjun 20 börn. Sex starfsmenn
vinna við ieikskólann. Anægjulegt er
hversu vel hefur tekist til við starfsemina í
leikskólanum, en rekstur hans hófst árið
1996 og hefur verið vaxandi síðan. Börnin
sækja íþróttakennslu í íþróttahús grunn-
skólans og eru þar með yngstu bekkjum
grunnskólans.
Einnig njóta tveir elstu árgangarnir tón-
listarkennslu einu sinni í viku með tón-
menntakennara. Leikskólastjóri er Herdís
Styrkársdóttir.
Miklar skemmdir í skjálftunum -
hitaveitan slapp
Eins og alkunna er, urðu snarpir jarð-
skálftará Suðurlandi um miðjan júní.
Afleiðingar þeirra urðu miklar í Holta-
og Landsveit, enda upptök skjálftans
skammt undan. Nokkur hús ónýttust alveg
og nú hafa verið sett niður 11 bráðabirgða-
hús í sveitinni í þeirra stað. Boðið var upp
á könnun á skemmdum frárennslislögnum,
sem um 20 heimili nýttu sér.
Miklar skemmdir urðu á skólahúsnæði
Laugalandsskóla, þ. m. t. íþróttahúsinu og
sundlauginni. Gamla samkomuhúsið
skemmdist svo mikið að það var rifið, og
var þar endir bundinn á langa og farsæla
sögu þess húss sem hýst hafði skemmtanir
sveitunga um margra áratuga skeið og
verið notað til íþróttakennslu við
Laugalandsskóla, allt þar til nýtt og glæsi-
legt íþróttahús leysti það af hólmi.
Töluverðar sprungur opnuðust af völd-
um jarðskjálftans í ofanverðum Holtum og
sjást glögg rnerki þeirra. Einnig varð veru-
leg breyting á jarðvatnsstöðu. Mörg dý
þornuðu og Pulutjörn hvarf nánast alveg.
Vatnsstaða í vinnsluholu Hitaveitu Rangæ-
inga féll um tugi metra og var mikið lán að
vatnsvinnsla var hafin á nýju virkjana-
svæði hitaveitunnar í Kaldárholli og biiið
var að tengja aðveitu þaðan.
Framkvæmdir
Tvö ný íbúðahús voru byggð í Holta-og
Landsveit árið 2000. Þau voru á Efri-
Rauðalæk og Hvammi á Landi, en íbúðar-
hús á báðum þessum jörðum eyðilögðust í
jarðskjálftunum.
Nokkuð er byggt í tengslum við land-
búnað og þá einkum í sambandi við
hrossarækt. Einnig eru nokkrir sumarbú-
staðir í byggingu, en í hreppnum er mikill
fjöldi sumarbústaða.
Hvað varðar framkvæmdir innan sveit-
ar, þá má geta þess að nýtt og fullkomið
gámaplan, sem staðsett er í landi Meiri-
Tungu, verður tekið í notkun innan tíðar og
mun leysa gamla gámaplanið á Rauðalæk
af hólmi.
Lokið var gerð deiliskipulags af Lauga-
landsvæðinu. Þar er gert ráð fyrir nokkurri
íbúðabyggð og þegar hefur verið ákveðið
að ráðast í byggingu tveggja parhúsa í
samstarfi við Asahrepp, sem notaðar verða
fyrir starfsfólk sveitarfélaganna.
Til framtíðar
Sé horft til framtíðar, þá hafa sveitar-
félögin í vesturhluta Rangárvallasýslu
bundist samtökum um öflun neysluvatns
og lagningu dreifikerfis. Þá er unnið að
gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélögin í
vesturhluta Rangárvallasýslu, utan Djúpár-
hrepps sem þegar hefur lokið því verkefni.
Hitaveita Rangæinga endurnýjaði að-
veitulögn frá Laugalandi að Hellu og
áfram áleiðis í Hvolsvöll og skipti þar með
út upphaflegu asbestlögninni fyrir einangr-
aða stálpípu. Atti einungis eftir að leggja
lokahönd á þessa framkvæmd þegar jarð-
skjálftinn reið yfir og var mikið lán að
þessi leiðsla var nánast tilbúin þá.
Sigríður Jónasdóttir Rauðalæk
-300-