Goðasteinn - 01.09.2001, Blaðsíða 305
Goðasteinn 2001
Annálar 2000
milli nútímans og ársins 1000 og fengu
áhorfendur skemmtilega innsýn inn í
hugarheim víkinganna og hvernig fólkið
hans Þorgeirs Ljósvetningagoða lifði og
brást við komu kristniboðans Þangbrands
til Islands með boðskap hinnar nýju trúar
og tilkomu fyrirgefningarinnar inn í líf
fólks í stað hefndarskyldunnar. Þessi sýn-
ing var að stórum hluta í boði prófasts-
dæmisins í tilefni kristnitökuhátíðar.
Sunnudaginn 30.júlí var haldið hátíð-
legt 125 ára afmæli Keldnakirkju með
kvöldmessu í kirkjunni og veglegu kirkju-
kaffi í höfðinglegu boði hjónanna á Keld-
um, þeirra Drífu og Skúla.
Sr. Önundur Björnsson hélt í vetur uppi
Taizé-stundum í Stórólfshvolskirkju. Taizé
er lýriskt helgiform sem á rætur sínar að
rekja til lítils þorps í Frakklandi Taizé.
Markmið þessara stunda er bænin, hin
sungna bæn og samfélag.
Ásamt hinu hefðbundna safnaðarlífi í
prestaköllunum sem fyrst og helst ber að
þakka og öllu því góða fólki sem sinnir því
fórnfúsa starfi, þá setti kristnihátíð svip
sinn á kirkjulíf prófastsdæmisins þetta árið
sem og undanfarin tvö ár.
Kristnihátíð í Rangárþingi
Rangárvallaprófastsdæmi hefur haldið
uppi hátíðarhöldum til að minnast 1000 ára
afmælis kristnitökunnar í þrjú ár og hefur
þeim atburðum sem prófastsdæmið stóð
fyrir í tilefni þess verið gerð ítarleg skil í
Goðasteini er út kom á síðasta ári. Hér skal
þó ítrekað að fjölmargir komu að undir-
búningi og atriðum í mjög svo fjölbreyttri
dagskrá og helgihaldi allra þessara hátíða
og atburða. Þar var valinn maður í hverju
rúmi enda tókust þær á allan hátt vel, fjöl-
menni sótti þær allar og voru flytjendum
og umsjónarmönnum til mikils sóma. Var
það ómetanlegt að eiga jafn góða að og
raun bar vitni og seint fullþakkað öllu því
góða fólki sem léði krafta sína til að sem
best tækist við kristnihátíð okkar Rangæ-
inga. Góður Guð launi það og blessi.
Viðhald kirkna og garða
Það var mikil guðs mildi að engin stór-
slys urðu á fólki þegar Suðurlandsskjálft-
arnir riðu yfir í sumar. Nóg var samt, því
þeir léku mörg hús og byggingar grátt, sér
í lagi í vestur hluta sýslunnar og fóru sum-
ar kirkjurnar ekki varhluta af því.
Skemmdir urðu nokkrar í Marteinstungu-
kirkju og jafnvel ekki allt komið í ljós í
þeim efnum. Eins fór hin mikla og fagra
garðhleðsla í Hagakirkju illa. Þá urðu einn-
ig einhverjar skemmdir á kirkju sem og
munum og legsteinum í görðum í Kálf-
holts-, Skarðs-, Árbæjar-, Þykkvabæjar-,
Keldna- og Oddakirkjum. Sennilega eru
ekki allar skemmdir komnar fram enn, en
tíminn leiðir þær nánar í Ijós. Við Kálf-
holtskirkju er nú unnið að nýju bílaplani
og ganga framkvæmdir vel og vonast til
þess að hægt verði að Ijúka þeim senn. I
framhaldi verðu síðan unnið að umhverfi
kirkjunnar skv. samþykktu umhverfis-
skipulagi. í Breiðabólsstaðarkirkju var
keypt nýtt og veglegt hljóðfæri, og í sumar
var verið að hlaða vesturvegg frá sáluhliði
og suður, og er stefnt að því að halda
áfram með verkið í haust og hlaða suður-
vegginn.
Lokaorð
Hér verður staðar numið í yfirliti þessu,
þó margt sé vafalaust ónefnt, sem bæta
mætti við. Höfuðatriðið er að í öllum
sóknum prófastsdæmisins er unnið að
kirkjulegum málefnum og slíkt starf verður
ekki nema að litlu leyti á skýrslu fært, en
kemur vonandi fram í bættu mannlífi og
aukinni blessun þeim, er til sá, og Guð gefi
vöxtinn til heilla og farsældar.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, prófastur
-303-