Goðasteinn - 01.09.2001, Page 308
Annálar 2000
Goðasteinn 2001
með gömlum hlutum og merkisgripum úr
aflögðum kirkjum hér í sýslu, er móta eina
heild og unaðslegt samræmi, einkum þegar
Þórður sjálfur sest við hljóðfærið og spilar
og syngur Lofsyngið Drottni, lýðir tignið
hann.
Til þessarrar veislu var boðið ferming-
arbörnunum öllum er á vori komanda
ganga fyrir gafl og staðfesta skírn sína,
björt á svip og vonglöð á fyrsta vori nýrrar
aldar “með sól að vin og himins blæ”. Þau
voru alls 51 er þátt tóku, og héldu fyrri
daginn í rútuferð um Árnesþing, komu á
Skálholtsstað og að Vígðulaug á Laugar-
vatni, þar sem Norðlendingar og Sunn-
lendingar létu skírast á för sinni heim af
Alþingi sumarið 1000. Einnig var áð við
Geysi en síðan haldið á heimaslóðir í
Rangárþingi á ný og ekki staðnæmst fyrr
en á Skógahlaði. Sólarhringurinn næsti
leið hratt við störf og leiki, reyndar að
mestu innan húss þar sem á var hvass land-
nyrðingur allan tímann sem dvalið var í
Skógum og óhægt um vik að hemja knött
eða reyna sig í hlaupum úti við. I kennslu-
stundum var glírnt við gátur lífsins og
leyndardóma trúarinnar, glæsilegar þriggja
stiga körfur skoraðar í íþróttasalnum og
ólympísk tilþrif sýnd í sundlauginni. Gróa
Ingólfsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir sáu
um matseld og hússtjórn en Bolli Pétur
Bollason og Andri Bjarnason úr Reykjavík
Fermingarbörn Oddaprestakalls. Efri röðf.v.: Hafsteinn Már Heimisson, Andrés Pablo
Hinriksson, Hrafnkell Sigurðsson, Anna Viktoría Elíasdóttir, Swma Björg Bjarnadóttir, Helga
Sœmundsdóttir, Hugrún Pétursdóttir, séra Sigurður Jónsson, Unnur Lilja Hermannsdóttir,
Ragnhildur Sigurbjartsdóttir, Dögg Þrastardóttir. Fremri röð f.v.: Aldís Harpa Pálmarsdóttir,
Edda Karlsdóttir, Guðmundur Gunnar Guðmundsson, Jósep Hallur Haraldsson, Ingvar
Magnússon, María Hödd Lindudóttir, Arni Arason. A myndina vantar Rúnar Guðlaugsson. -
Ljósm.: Önundur Björnsson.
306-