Goðasteinn - 01.09.2001, Blaðsíða 311
Goðasteinn 200 i
Annálar 2000
prestur í samstarfi við Laugalandsskóla og
er einu sinni í viku með kirkjuskóla hjá
yngstu nemendunum á veturna. Eins var
tekið upp samstarf við leikskólann á
Laugalandi og er sóknarpresturinn með
vikulegar samverustundir með börnunum
þar.
Fermingarfræðsla fyrir ungmenni
prestakallsins fer fram á Laugalandi. Upp-
haf fermingarundirbúningsins markast af
fermingarbarnamótinu sem öll ungmenni
prófastsdæmisins sækja í septemberbyrjun
og var það nú í fyrsta skipti haldið að
Skógum undir Eyjatjöllum. Síðan sækja
væntanleg fermingarbörn tíma hjá sókn-
arpresti sínum vikulega frá hausti fram á
vor. Lauk undirbúningnum þetta árið með
dagsferð til Reykjavíkur ásamt jafnöldrum
úr Oddaprestakalli þar sem rölt var um
miðbæ Reykjavíkur, Dómkirkjan skoðuð,
Ráðhús Reykjavíkur og Háskóli Islands.
Þá var farið í bíó þar sem horft var á
myndina Englar alheimsins og að lokum
tekið vel til matar síns á pizza-veitingastað
áður en haldið var heim á leið.
A föstunni héldu þau Eyrún Jónasdóttir
skólastjóri tónlistarskóla Rangæinga og
Smári Olason orgelleikari tónleika í Kálf-
holtskirkju þar sem þau fluttu „gömlu lög-
in“ við Passíusálma Hallgríms Péturssonar.
Lögin voru skráð niður eftir hljóðritunum
sem gerðar voru á árunum 1960-74 af söng
eldra fólks sem enn kunnu þessi gömlu
lög. Á efnisskránni voru 12 sálmar og þeir
kynntir og útskýrðir af flytjendum auk
þess sem sóknarprestur flutti fróðleik um
ævi og starf sr. Hallgríms.
Lokaatburður kristnihátíðar hér í þingi
var messa í hellunum að Hellum á Landi,
laugardaginn 19. ágúst sl. í tengslum við
töðugjaldahátíð Rangæinga. í messunni
þjónaði sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
sóknarprestur fyrir altari ásamt prestum
prófastsdæmisins, biskup íslands, hr. Karl
Sigurbjörnsson prédikaði og kirkjukór
Skarðskirkju leiddi söng undir stjórn Önnu
Magnúsdóttur. Hellarnir að Hellum eru
stærstu manngerðu hellarnir á Islandi og
taldir ævagamlir, jafnvel fyrir landnám
norrænna manna og ýmsir fræðingar á því
að, þar séu leifar af byggð papa hér á landi.
Með messunni í hellunum var hugmyndin
að tengja saman fortíð og nútíð, - tengja
saman, annars vegar staðinn, þar sem hið
elsta kristnihald sem vitað er til að hafi
' verið iðkað hér á landi, og hins vegar það
helgihald sem við tíðkum í dag. Margt
manna var samankomið að Hellum þennan
dag og að messu lokinni var boðið upp á
léttar veitingar undir berum himni í yndis-
legu veðri og glaða sólskini.
Suðurlandsskjálftarnir í sumar léku
mörg hús og byggingar grátt sér í lagi í
vestur hluta sýslunnar og fóru sumar
kirkjumar ekki varhluta af því. Skemmdir
urðu nokkrar í Marteinstungukirkju og
jafnvel ekki allt komið í ljós í þeim efnum.
Eins fór hin mikla og fagra garðhleðsla í
Hagakirkju illa, og er það sárara en tárum
taki, þegar litið er til þeirrar ómældu vinnu
nánast eins manns, Guðna Guðmundssonar
á Þverlæk, sem liggur í þeirri hleðslu. Þá
urðu einnig einhverjar skemmdir á kirkju
sem og munum og legsteinum í görðum í
i Kálfholts-, Skarðs- og Árbæjarkirkjum.
Sennilega eru ekki allar skemmdir komnar
fram enn, en tíininn leiðir þær í Ijós og
næsta sumar, verður líklega sumar hinna
miklu viðgerða í þessum efnum.
Við Kálfholtskirkju er nú unnið að nýju
bílaplani og ganga framkvæmdir vel og er
vonast til þess að hægt verði að ljúka þeim
á næsta ári. I framhaldi verður síðan unnið
að umhverfi kirkjunnar skv. samþykktu
umhverfisskipulagi
Kirkjukórar prestakallsins eru fjórir og
leggja mikið af mörkum í safnaðarstarfinu
sem og organistarnir. Hefur sérlega mikið
hvílt á þeim þetta árið vegna kristnihátíð-
arhalda sem og öðrum kirkjukórum pró-
-309-