Goðasteinn - 01.09.2001, Side 313
Goðasteinn 2001
Annálar 2000
voru 14 börn, fermd 11 börn, 6 hjón vígð
og 6 voru jarðsettir innan prestakalls og 2
utan prestakalls.
Stutt skýrsla um starf sóknanefnda
Arlega er boðað til funda í byrjun árs í
Holti með sóknarnefndarmönnum, safn-
aðarfulltrúum, meðhjálpurum, organista og
formanni kirkjukórs, annars vegar fyrir
Eyfellinga og hinsvegar með Landeying-
um. Þar flytur sóknarprestur starfsskýrslu
sína og gerir einnig grein fyrir málefnum
frá héraðsfundi, frá Hjálparstofnun kirkj-
unnar, frá Leikmannastefnu o.fl. Þar er
farið yfir fjárhag kirkna og kirkjugarða. I
árslok 1999 var staðan eftirfarandi: :
Eyvindarhólasókn: 3.294.023.- /
1.832.101,- Ásólfsskálasókn: 650.279,- /
597.902,- Stóra-Dalssókn: 1.564.813,- /
143.189,- Krosssókn: 9.246.169,- /
745.701.- Akureyjarsókn: 1.875.495.- /
1.246.590
Formenn sóknarnefnda gáfu eftirfar-
andi skýrslu um framkvæmdir á árinu
2000:
Eyvindarhólasókn, Olafur Tryggvason:
Engar verklegar framkvæmdir voru á árinu
en ráðgert að mála kirkjuna og stækka
bílaplan. Ráðin var nýr starfsmaður við
þrif kirkjunnar, Elva Björk Birgisdóttir.
Minningargjafir bárust til kirkjunnar kr.
1.300.
Ásólfsskálasókn, Katrín Birna
Viðarsdóttir: Unnið var að viðgerð á tröp-
pum og handriðum utandyra, skipt um úti-
hurð, hornstaurar við kirkjugarð lagfærðir
og útiljós lagfærð. Keypt voru blómakör,
kransstandar, fánar og sorptunnur. Þá var
keypt nýtt kirkjuorgel, sem organisti
kirkjunnar gaf kr. 100.000,- til. Minning-
argjafir til kirkjunnar voru kr. 2.000 og
mynd gefin af gömlu kirkjunni um 1935 af
afkomendum Jóns Pálssonar og Þorbjargar
Bjarnadóttur. Stóradalssókn, Baldur
Björnsson: Ljós að baki krossi voru endur-
( nýjuð. Gamla altaristaflan og númerataflan
j voru flutt til viðgerða, sem stendur yfir. Til
stóð að vinna að ýmsum lagfæringum á
J kirkjunni, en erfitt reyndist að fá starfs-
menn. Gjafir til kirkjunnar voru: Áheit kr.
5.000. Minningargjafir um Sigríði Kristj-
ánsdóttur 3.500, Maríu Ástmarsdóttur
3.500, Bjarna Helgason 1.000, Ögmund
Kristófersson 1.000, Valgerði Sigríði
Ólafsdóttur, 600, Ólaf Auðunsson 500,
Ólaf Guðlaugsson 500, Sigurð Bergsson
1.000 og Svein Björnsson 1.000.
Krosssókn, Þorsteinn Þórðarson:
Keyptur var búnaður í Systkinahús og það
vígt á annan í páskum og minnst 150 ára
afmælis kirkjunnar 5. nóvember. Unnið er
i að gerð bílastæðis við kirkjuna og lag-
færingum á uinhverfi, sem stefnt er að
ljúka við á sumri komanda. Keyptur var
dregill í kirkjuna og endurnýjuð fánastöng.
20 sálmabækur voru gefnar af héraðssjóði
prófastsdæmisins á afmæli kirkjunnar og
20 sálmabækur keyptar til viðbótar.
Akureyjarsókn, Haraldur Júlíusson:
Kirkjan var máluð að utan og gluggar mál-
1 aðir að innan. Rafmagnsveiturnar lögðu til
körfubíl með bílstjóra án endurgjalds. Ekki
tókst að lagfæra grunn kirkjunnar eða
steypa nýjar tröppur eins og til stóð. Orgel
kirkjunnar var leigt á kristnihátíðina á
Þingvöllum.
Voðmúlastaðakapella, Guðlaugur Jóns-
son og Viðar Marmundsson: I athugun er
að gera við glugga kapellunnar og mála
grindverk kirkjugarðs. Guðlaugur Jónsson
gaf kapellunni 2 ljóskastarar og hjónin
Hlynur S. Theódórsson og Guðlaug B.
Guðlaugsdóttir gáfu 2 ljós við sáluhlið.
Sr. Hallclór Gunnarsson í Holti
-311-