Goðasteinn - 01.09.2001, Side 314
Annálar 2000
Goðasteinn 2001
Oddaprestakall
Odda-, Keldna- og Þy kkvabæj arsóknir
Síðasta ár 20. aldar verður lengi í minn-
um haft. Ekki er það fyrir þá sök eina að
ártal þess bæri í sér þrjú núll, sem er langt
frá því að vera hversdagslegt, heldur hitt,
að þá fagnaði íslensk kirkja þúsund ára af-
mæli kristnitökunnar. Myndarlegum
hátíðahöldum okkar Rangæinga og verk-
efnum sem tengdust tilefninu hefur Goða-
steinn gert vegleg skil í síðasta riti, og skal
því ekki fjölyrt um þá hér. En árið 2000
minnti okkur, kynslóðina sem nú þreyjum
þorrann og góuna, líka á ægivald og eyð-
ingaröfl hinnar stórbrotnu náttúru bless-
aðrar öldnu fóstrunnar. Heklugos og Suð-
urlandsskjálfti á sarna misserinu segja sína
sögu um mildi og hörku Islands - hörkuna
sem felst í voða og tjóni sem náttúruöflin
geta valdið - og mildina sem okkar gjöfula
land færir okkur í heitu vatni og fagurri
náttúru.
Fyrir Guðs mildi urðu engin teljandi
slys á fólki í skjálftunum, en mörgum var
skiljanlega brugðið, og hafa glímt við þá
reynslu síðan og eftirköst hennar, sem
lengi getur búið með manneskjunni.
Prestar prófastsdæmisins sinntu sálgæslu
eftir föngum dagana fyrstu á eftir, m.a. í
fjöldahjálparstöð Rauða kross íslands í
Grunnskólanum á Hellu í ágætu samstarfi
við sálfræðinga og fleiri sérfræðinga á
vegum RKÍ sem veittu áfallahjálp sem svo
er kölluð. Biskup íslands, herra Karl Sig-
urbjörnsson, fylgdi tilsjónarskyldu sinni
gagnvart prestum sínum í héraði og vitjaði
okkar sunnudaginn 25. júní, skoðaði
aðstæður á Hellu og víðar, kynnti sér þátt
okkar í sálgæslu og fjöldahjálp og predik-
aði við bænar- og þakkarstund í Odda-
kirkju um kvöldið.
Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu
íslands voru íbúar í Oddaprestakalli hinn
i. desember 2000 alls 1043; karlar eru 527
en konur 516. Skiptist mannfjöldi rnilli
sókna sem hér segir: I Oddasókn voru
samtals 767; 377 karlar og 390 konur.
Aldursskipting er á þessa leið: 0-6 ára 85,
7-14 ára 92, 15 ára 12, 16-18 ára 45, 19-66
ára 446, 67 ára og eldri 87. í Keldnasókn
voru samtals 65; 37 karlar og 28 konur. 0-6
ára eru 8, 7-14 ára 5, 15 ára 1, 16-18 ára 4,
19-66 ára 40, 67 ára og eldri 7. í Þykkva-
bæjarsókn voru samtals 211; 113 karlar og
98 konur. 0-6 ára eru 24, 7-14 ára 42, 15
ára 1, 16-18 ára 6, 19-66 ára 112, 67 áraog
eldri 26.
Árið 2000 voru skírð 15 börn í Odda-
kirkju. 1 barn úr sókninni í Sjúkrahúskap-
ellunni á Selfossi, 1 á Dvalarheimilinu
Frá Kristnihátíð á Þingvöllum. Prestar og
leikmenn hjálpuðust að við útdeilingu sakra-
mentisins. F.v. sr. Önundur á Breiðabólstað,
Drífa Fljartardóttir á Keldum, sr. Sigurður í
Odda og Þorvarður í Fellsmúla. Ljósm.:
Matthías Frímannsson.
-312-