Goðasteinn - 01.09.2001, Page 317
Goðasteinn 2001
Annálar 2000
Horftyfir gömlu Jerúsalem. Klettamoskan t.v., El-Aksha moskan t.h., Olíufjallið fjœr.
Ljósm.: Sigurður Jónsson.
eftir trínitatis, hinn 30. júlí 2000. Að
messu lokinni buðu Drífa og Skúli á Keld-
um kirkjufólki til kaffidrykkju á heimili
sínu.
Skipan sóknarnefnda í prestakallinu er
óbreytt frá síðasta ári og er sem hér segir: I
Oddasókn: Grétar Hrafn Harðarson, Hellu,
formaður, Aðalheiður Högnadóttir, Ægis-
síðu, ritari, Ragnar Pálsson, Hellu, gjald-
keri, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Hellu og ;
Ólafur Hróbjartsson, Hellu. Meðhjálpari
Oddakirkju er sem fyrr Björgúlfur Þor-
varðsson á Hrafntóftum og hringjari Gísli
Stefánsson á Hellu. I sóknarnefnd Keldna- ;
sóknar sitja Drífa Hjartardóttir, Keldum,
formaður, Skúli Lýðsson, Keldum og
Oddný Sæmundsdóttir, Gunnarsholti.
Drífa á Keldum er meðhjálpari þar. I |
Þykkvabæjarsókn: Unnur Steindórsdóttir,
Vatnskoti, formaður, Halldóra Gunnars-
dóttir, Rósalundi og Markús Ársælsson,
Hákoti. Meðhjálpari í Þykkvabæ er Ágúst
Gíslason og hringjari Gestur Ágústsson,
báðir í Suður-Nýjabæ.
Ekki get ég skilist svo við uppgjör árs-
ins 2000 að ég nefni ekki tvo eftirminni-
lega atburði til viðbótar: Kristnihátíðin á
Þingvöllum þar sem ríkti gleði, friður og !
fögnuður og þátttaka í hinni miklu messu-
gjörð þar á völlunum sunnudaginn 2. júlí
var ógleymanleg öllum sem nærstaddir
voru. Auk þeirra dýrðardaga íslenska
sumarsins hlýt ég að nefna minnilega för
okkar hjóna til Landsins helga á lönguföst-
unni. Var sannarlega áhrifamikið að vitja
þar sögustaða Ritningarinnar, koma til
Betlehem og virða fyrir sér veglega og
forna fæðingarkirkjuna, ganga um stein-
lögð strætin í Nasaret, stíga í bát og sigla
um Galíleuvatnið, skoða rústir samkundu-
hússins í Kapernaum sem stendur á grunni
þess sama og Jesús kenndi í, ganga inn um
hlið Jerúsalemborgar og horfa af musteris-
hæðinni upp í hlíðar Olíufjallsins, þaðan
sem leiðin liggur um garðinn Getsemane
og þaðan veg píslanna til Golgata. Koma
mér þá í hug orð séra Hallgríms úr 12.
versi 30. Passíusálms:
Komirþú undir krossinn stranga,
kristin sála, gœt þess hér,
ef holdið fer að mögla og manga,
minnstu, hver þín skylda er,
láttu sem þú sjáir ganga
sjálfan Jesúm undan þér.
Sr. Sigurður Jónsson í Odda
-315-