Goðasteinn - 01.09.2001, Page 331
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
ævina, tók jafnan því sem að höndum
bar og fékkst lítt um orðinn hlut.
Lengst ævi naut hann blessunar góðrar
heilsu, og starfskrafta uns halla tók
undan fæti allra síðustu ár í kröppum
dansi við vágestinn er fæstum eirir. Því
stýrir vilji hins látna að ekki verður
fjölyrt um lífshlaup hans.
Alfreð lést eftir skamma vist á
Sjúkrahúsi Suðurlands á gamlársdag
31. desember sl. og fór útför hans fram
frá Ábæjarkirkju ó.janúar 2001.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Fellsmúla
Bjarni Helgason, Vallarbraut 4,
Hvolsvelli
Bjarni Helgason var fæddur á For-
sæti í Landeyjum hinn 29. maí 1930.
Að honum stóðu traustir rangæskir
stofnar beggja vegna, en foreldrar hans
voru hjónin Helgi Bjarnason frá Kálfs-
stöðum og María Jónsdóttir frá For-
sæti. Þau hjón eignuðust 7 börn og var
Bjarni þeirra næstyngstur. Eldri voru
Skarphéðinn, Guðjón, Guðrún, María
Kristín og Gróa Bjarney, en yngri Guð-
finna Jóna.
Bjarni vandist snemma við almenn
sveitastörf á heimili og búi foreldra
sinna eins og fara gerði. Faðir hans var
annálaður þjóðhagasmiður sem byggði
hús víða um Landeyjar, og fylgdi
Bjarni honum til þeirra starfa frá ung-
um aldri. Þar lærði hann handtök og
verklag sem nýttist vel ásamt með-
fæddri smiðsgáfu og útsjónarsemi sem
einkenndi störf Bjarna ævilangt. 16 ára
gamall hóf hann störf á vélaverkstæði
Kaupfélags Rangæinga í Hvolsvelli,
gekk síðar í Iðnskólann á Selfossi og
starfaði um tíma í Vélsmiðjunni Héðni
í Reykjavík. Hann Iauk sveinsprófi í
vélvirkun vorið 1955, hlaut meistarrétt-
indi í sömu grein þremur árum síðar.
Starfsaldur sinn ól hann í Vélsmiðju
Kaupfélagsins, lengi sem verkstjóri en
frá 1972 við vélasölu og bókhald. Eftir
daga Kaupfélagsins vann hann áfram á
sama stað hjá KR-þjónustunni uns
hann lét af störfum á síðasta ári, eftir
53ja ára starf á sama vinnustað. Sem
yfirmaður í Vélsmiðjunni hannaði
Bjarni og þróaði mörg Iandbúnaðartæki
sem áttu eftir að reynast vel og auð-
velda bústörfin. Má þar nefna KR-
baggatínuna bláu, sem náði verðskuld-
uðum vinsældum um allt land við lok
8. og á 9. áratugs aldarinnar sem senn
er liðin, og má enn sjá að komi að góðu
gagni.
Bjarni kvæntist eftirlifandi eigin-
konu sinni, Margréti Auði, dóttur hjón-
anna Björgvins Filippussonar og Jar-
þrúðar Pétursdóttur frá Bólstað í Land-
-329-