Goðasteinn - 01.09.2001, Page 332
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
eyjum, á jóladag 1959. Sonur þeirra er
Helgi, búsettur í Reykjavík. Kona hans
er Ragna Birna Baldvinsdóttir, og börn
þeirra Ragnheiður og Bjarni.
Bjarni var að mörgu leyti mikill al-
vörumaður. Hann var hljóður um eigin
hag og lauk ekki upp huga sínum og
hjarta fyrir hverjum sem var. Hann var
því ekki allra, sem kallað er, en að sínu
leyti vandlátur og jafnvel kröfuharður
gagnvart þeim sem hann treysti og
gerði að vinum sínum. A sama hátt
vann hann öll störf sín af vandvirkni og
nákvæmni og gerði strangar kröfur til
sjálfs sín.
Bjarni var samvinnumaður af hug-
sjón, svo sem starfsferill hans ber einna
gleggsta vitnið um. Hann hafði augun
opin fyrir samfélagi sínu, og vék sér
ekki undan ábyrgð þegar til hans var
leitað. Hann var kjörinn til trúnaðar-
starfa í Hvolhreppi sem 1. varamaður í
hreppsnefnd 1962-1966, og sem aðal-
maður í hreppsnefndinni næstu tvö
kjörtímabil þar á eftir, til 1974. Þar
nýttist vel innsæi hans í tæknileg mál-
efni, verksýn og verkkunnátta. Hann
lagði einnig lið starfi Björgunarsveit-
arinnar Dagrenningar og slökkviliðsins
í Hvolhreppi um árabil. Fyrr á árum lét
hann um sig muna í leiklistarstarfi
Ungmennafélagsins Baldurs, og vakti
athygli fyrir túlkun og tilþrif á sviðinu.
Bjarni var enda næmur maður á snerti-
fleti mannlegra tilfinninga, undir eins
glöggur á gaman og alvöru og jafn-
vígur á hvort tveggja. Hann var músík-
alskur, ljóðelskur og söngelskur, söng
með samkór og karlakór Rangæinga
fyrr á árum, og kirkjukór Stórólfs-
hvolskirkju um árabil.
Bjarni var heilsuhraustur lengst af,
en þó ekki alla ævi. Aðeins 2ja ára
gamall veiktist hann af krabbameini,
sem tókst að lækna. Árið 1992 gekkst
hann undir hjarta- og magaaðgerð með
3ja vikna millibili, og var þá hætt kom-
inn, og 6 árum síðar reyndist nauðsyn-
legt að fjarlægja úr honum annað nýr-
að. Þá hafði krabbamein búið um sig á
ný og ágerðist næstu misserin. Bjarni
lést á heimili sínu að Vallarbraut 4 á
Hvolsvelli hinn 19. ágúst 2000, sjötug-
ur að aldri, og var jarðsunginn frá Stór-
ólfshvolskirkju 25. ágúst 2000.
Sigurður Jónsson, Odda
Björn Fr. Björnsson fyrrum sýs-
lumaður
Björn Friðgeir Björnsson var fæddur
í Reykjavík 18. sept. 1909. Foreldrar
hans voru hjónin Guðrún Helga Guð-
mundsdóttir frá Háafelli í Skorradal og
Björn Híerónýmusson verkamaður og
steinsmiður frá Bjarteyjarsandi á Hval-
fjarðarströnd.
Björn ólst upp í foreldrahúsum á
-330-