Goðasteinn - 01.09.2001, Page 334
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
Á sínum yngri árum iðkaði Björn
knattspyrnu með Vfkingi og var sæmd-
ur gullmerki félagsins. Einnig var hann
sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu og var Chevalier de EOrdre
National du Merite. Björn var mikill
trúmaður og ákaflega hjartahlýr. Hann
var einstakur gleði- og gáfumaður, sem
lýsti veg margra á lífsleiðinni.
Hann lést 21. desember árið 2000.
Sr. Hjalti Guðmundsson
Bryndís Nikulásdóttir
frá Miðhúsum, Hvolhreppi
Bryndís Nikulásdóttir fæddist á
Kirkjulæk í Fljótshlíð hinn 23. apríl
árið 1906, dóttir hjónanna Nikulásar
Þórðarsonar bónda, kennara og hómó-
pata og Ragnhildar Guðrúnar Pálsdótt-
ur húsfreyju. Hún lést á Hjúkrunar-
heimilinu Ljósheimum 23. október
2000. Útför hennar fór fram frá Stór-
ólfshvolskirkju 28. sama mánaðar.
Nikulási og Ragnhildi Guðrúnu varð
átta barna auðið en þau voru þessi í
aldursröð: Sigríður Anna Elísabet, Páll,
Halldóra Guðrún, Ragnheiður, Bryndís,
Þóra, Geirþrúður Fanney og Bogi.
Nikulás lést árið 1927, þá 66 ára að
aldri, en Ragnhildur árið 1945, 77 ára
gömul. Bryndís var aðeins 21 árs
gömul þegar faðir hennar féll frá og
með honum féll hennar besti vinur, sá
sem hafði kennt henni flest og eflt hana
mest fyrir átök og eril, skyldur og
skoðanir komandi ævidaga. Á milli
þeirra var þráður virðingar og væntum-
þykju, raunar svo sterkur að þeir sem
gerst til hennar þekktu segja hana
ævinlega hafa viknað þegar faðir henn-
ar barst í tal. Móður sinnar naut hún
lengur og leikur ekki vafi á að Ragn-
hildur hefur reynt að fylla skarð
Nikulásar sem best hún mátti. Enda fór
unga konan frá Kirkjulæk stælt og
sterk, fumlaus og föst fyrir út í lífið og
vafalaust hafa öll hin börnin einnig gert
það.
Allt frá barnæsku átti Bryndís við
vanheilsu að stríða. Ung að árum fékk
hún skarlatsótt og var ekki hugað líf.
En eins og flest önnur veikindi hristi
hún þessi af sér og reis upp frá þeim
keik og kát og náði raunar hæstum
aldri systkina sinna.
Bryndís hlaut gott uppeldi og atlæti
á æskuheimili sínu, sem bæði var
mannmargt og gestkvæmt. Hún tók
virkan þátt í bústörfum og öðru heimil-
ishaldi. Móðir hennar var einkar dug-
leg kona, útsjónarsöm og ósérhlífin svo
vísast hefur hennar fordæmi verið
Bryndísi hollt og gott veganesti eins og
síðar sannaðist.
Heimdraganum hleypti Bryndís tví-
tug að aldri árið 1926 er hún réðst til
heimilishjálpar hjá bæjarfógetahjónun-
um í Vestmannaeyjum. Á þeim bæ ríkti
-332-