Goðasteinn - 01.09.2001, Page 339
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
skrifaði undir sem kaupandi, þannig að
segja má að þræðir þeirra hafi legið
saman löngu fyrir fæðingu.
Vorið 1980 fluttu þau á Hvolsvöll til
að taka við búrekstrinum á Núpi. Þrem-
ur árum síðar fluttu þau að Núpi. 1984
fæddist þeim annar sonur, Oddur Pétur
og það sama ár byggði Guðmundur
Páll nýtt fjós. A þeim tíma var ráðu-
neyti landbúnaðarmála í einhverri end-
urskoðun á framleiðslurétti mjólkur
með þeim afleiðingum að Núpsbúið
lenti í verulegum niðurskurði, þannig
að miðað við framkvæmdir og fjár-
festingu var ungu hjónunum gert gjör-
samlega ókleift að draga franr lífið með
mjólkurframleiðslu. Þau héldu samt
áfram til ársins 1991 þegar þau tóku
ákvörðun um að selja framleiðslurétt-
inn og kýrnar. Þá höfðu þau nýlokið
við að endurbyggja gamla íbúðarhúsið
og færa það í fagran búning upprunans.
Árið 1988 fæddist þeim dóttir sem
þau gáfu nafnið Dögg, falleg, heilbrigð
og hraust stúlka. En áfram hélt lífs-
baráttan. Hrund við kennslu í Hvols-
skóla og Guðmundur Páll í vélavinnu
við virkjanir og víðar.
En hann var hugmyndaríkur og
frumlegur í ýmsum sinna aðgerða og
árið 1994 datt honum í hug að nú væri
lag fyrir hann að sameina það tvennt
sem hann hafði mest dálæti á og yndi
af. Hann auglýsti reiðnámskeið fyrir
börn og unglinga og fékk fádæma góð
viðbrögð. Allur undirbúningur var í
höfn og börnin mættu skilvíslega til
námskeiðsins. Þarna var runninn upp
einhver gleðilegasti og jafnframt inni-
haldsríkasti tími í lífi Guðmundar Páls;
nú hafði hann hestana sína, börnin stór
og smá, fjölskylduna og heimahagana,
allt í senn. Honum fannst ekki hægt að
biðja um meira.
Það þarf tæpast að fara í saumana á
því hverslags snillingur Guðmundur
Páll var með hesta, það þekkja flestir;
hann skildi þá að fullu og þeir skildu
hann, enda sagði hann oft að það væri
enginn vandi að umgangast hesta og fá
þá til að vinna með sér - „maður þarf
bara hugsa eins og þeir, það er allt og
sumt“. Og það hlýtur hann að hafa gert
því flestir þeirra gerðu hvað eina sem
hann vildi, hann náði þeim jafnvel á
spjall. Og það var ekki einasta að hann
næði beinu gagnkvæmu sambandi við
hestana, heldur gilti hið sama um sam-
band hans við börn, öll börn. Hann var
einstaklega barnelskur, umgekkst börn-
in sem jafningja sína og hafði lag á að
feta hina hárfínu línu gamans og al-
vöru. Á milli hans og barnanna ríkti
falslaus, gagnkvæmur skilningur,
traust, virðing, vinátta og væntum-
þykja. Börnin vissu að þar fór maður
sem þau gátu treyst að fullu. Enda lét
árangurinn ekki á sér standa þegar til
kennslunnar kom. Menn áttu ekki til
orð til að lýsa hrifningu sinni og undr-
un þegar hann leiddi fram sýningar-
flokka sína á 17. júní og lét smáfólkið,
sem margt hvert stóð varla fram eða
aftur úr hnefa, gera alls konar kúnstir á
hestunum. Eða hvernig honum tókst að
lempa hestana til að hlýða smáfólkinu.
Þessi eiginleiki, afrakstur og árangur er
ekki öðrum gefið en snillingi.
Reiðnámskeiðin hélt Guðmundur
Páll í um þrjú ár, þegar enn var gripið
framfyrir hendurnar á honum. Nú var
það ekki neitt ráðuneyti heldur vesal-
-337-