Goðasteinn - 01.09.2001, Side 340
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
ingar, eiturlyfjasalar og -neytendur sem
höfðu hreiðrað um sig í austurbænum á
Núpi. Fréttamiðlar landsins gerðu eng-
an greinarmun á Núpi eitt og tvö, þegar
umfjöllun um málið stóð sem hæst. Og
eðlilega hikuðu foreldrar við að senda
börn sín að Núpi í Fljótshlíð eftir orra-
hríðina og námskeiðin lögðust af. Þetta
var bragðvondur biti fyrir Guðmund
Pál og Hrund að kyngja, fólk sem hafði
lagt sig í framkróka um að vinna sín
verk af alúð og ábyrgð og haft yndi af.
Árið 1995 hóf Guðmundur Páll
skólaakstur og komst þar með að nýju í
sinn uppáhaldsfélagsskap, og víst er að
börnin sakna sárt þess hauks í horni
sem þau áttu í honum. Ég skemmti mér
oft vel þegar dóttir mín var að segja
mér frá samræðum þeirra og niðurstöð-
um úr skólabílnum. Hún bókstaflega
varð að segja mér það sem Palli hafði
sagt og hvernig málin voru afgreidd.
Og í framhaldi af því fékk ég hin
ómögulegustu verkefni sem ekki þoldu
nokkra bið.
Síðastliðið sumar var Guðmundur
Páll verkstjóri yfir unglingum að
Tumastöðum. Þeir sem fylgdust með
störfum hans þar og samskiptum við
ungmennin bera að það hafi hreint ver-
ið með ólíkindum hvernig hann náði
upp kappi og elju meðal þeirra og hvað
hann átti auðvelt með að hvetja þau til
dáða sem og að veita þeim styrk og
stuðning, jafnt við verkin sem persónu-
legan vanda sem oft herjar á unglinga.
Hann hafði lausn fyrir alla, alla aðra en
sjálfan sig. Hann gleymdi sér, hann
hlífði sér aldrei, hann gekk á sig af
miskunnarleysi, oft til að leysa vanda
annarra.
Guðmundur Páll gekk til allra sinna
verka af einurð, festu og ósérhlífni.
Hann var upplitsdjarfur, glaðvær og
laus við alla þýlund, prúður maður en
prakkari þegar það átti við. Fyrir hon-
um voru allir menn jafnir og hann
veigraði sér ekki við að láta í sér hvína
ef honum fannst ástæða til og skipti þá
ekki máli hver átti í hlut. Hann var snar
í snúningum, léttur á fæti og taldi ekki
eftir sér sporin. Hann var bóngóður
maður sem sérhverjum vildi lið leggja.
Hann var örgeðja, skapmikill, næmur
og greindur. Hugmyndaflug hans og
ímyndunarafl virtist sér engin takmörk
eiga sem gleggst birtist í málmlista-
verkum hans. Eitt slíkt gaf hann mér í
afmælisgjöf á liðnu sumri þar sem ég
stíg á haus kölska við að brölta á bak
hrossi mínu. Annað hafði hann efnað
niður í til að færa Einari vini sínum í
Háamúla í sextugsafmælisgjöf, en mér
skilst að það hafi átt að vera af kú sem
Einar var að eltast við til mjalta, en
hann sagði mér að Einar hafi leyft
kúnum að vera þar sem þær vildu, eins
og hann leyfði raunar öllum.
Guðmundur Páll var vinsæll maður
og menn sóttust eftir að vera í návist
hans. Hann hafði einstakt lag á að segja
sögur og gera þær svo ljóslifandi að
þeiin sem á hlýddu fannst þeir vera inni
í miðri atburðarás. Hann hafði jafn-
framt það lag á frásögnum sínum að
þær meiddu enga, því fyrst og fremst
kastaði hann gamni af sjálfum sér. Það
var dulúð sem fylgdi honum, jafnt í
gleði sem í alvöru.
Sr. Önundur S. Bjömsson,
Breiðabólstað
-338-