Goðasteinn - 01.09.2001, Page 342
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
sauma ný föt úr gömlum fötum. Og
eins var hún við útiverkin öll, þó gleði
hennar væri mest við garðinn og
blómin, sem hún talaði við og jafnvel
steinana líka, en þeir voru sannarlega
með sína liti og dulúð.
Arin liðu. Guðrún missti mann sinn
1964 og bjó síðan áfram í eitt ár, en
1965 flutti Guðrún til Reykjavíkur og
keypti hún þá með börnum sínum og
fjölskyldum þeirra tvíbýlishúsið Óðins-
götu 19.
Hún var alltaf heilsuhraust en upp úr
1992 fór heilsu hennar að hraka, en þá
uppskar hún það sem hún hafði sáð til,
að eiga stór fjölskyldu sína að, sem
hlúði að móður, tengdamóður og
ömmu. Hún var alltaf heima og beið
kallsins, sem hún vonaði að kæmi með
páskum og vori, þegar saman færi sig-
urmáttur upprisu Hans og vorsins. Það
varð, hún andaðist á heimili sínu hjá
fjölskyldu sinni 31. mars og fór útför
hennar fram frá Eyvindarhólakirkju 8.
apríl 2000.
Sr. Halldór Gunnarsson, Holti.
Gylfi Jónasson, Hellatúni
Gylfi Jónasson fæddist að Vetleifs-
holti í Rangárvallasýslu hinn 30. nóv-
ember 1937. Foreldrar hans voru Agús-
ta Þorkelsdóttir og Jónas Kristjánsson.
Ágústa var fædd 19. ágúst 1896 og lést
30. júni 1974. Jónas fæddist 19. maí
1894 og dó 4. desember 1941.
Þau eignuðust ellefu börn. Þau eru
Þorkell Hólm, Sigríður, Margrét, Gerð-
ur, Gunnar, Þórunn, Áslaug, Lárus, Jó-
hanna, Gylfi og Ásta.
Jónas dó úr magakrabbameini þegar
Gylfi var þriggja ára. Fjölskyldan flutt-
ist frá Vetleifsholti 1944 og hópurinn
tvístraðist að mestu. Gylfi var bæði
með móður sinni sem var í vinnu-
mennsku í Fljótshlíð og sjálfur var
hann um tíma að Stóra Hofi á Rangár-
völlum.
Uppvaxtarár Gylfa voru erfið vegna
föðurmissisins. En Ágústa móðir hans
var kjarkmikil dugnaðarkona. Hún
keypti bragga af varnarliðinu um 1948
og fékk lóð undir hann á Hellu.Nú
eignuðust systkinin aftur heimili sam-
an, hin elstu sem voru farin að vinna
fyrir sér, voru heima að nokkru leyti,
-340