Goðasteinn - 01.09.2001, Page 343
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
og öll fundu þau hve gott það var. Ág-
ústa bjó til fallegan garð við braggann.
Hún var brautryðjandi í því að keyra að
húsdýraáburð í hjólbörum og bera á
garðinn. Það þótti ekki fínt og alveg
ósæmandi fyrir konu, en hún skipti sér
ekki af því. Seinna sögðu aðrar konur
að þetta framtak Ágústu hefði orðið
þeim fyrirmynd í sjálfstæði.
Ágústa hafði ekki efni á að senda
börn sín í framhaldsskóla en þau gengu
öll í skóla á Strönd. Gylfi var glaðvær
og hafði gaman af öllu glensi og kátínu
og hló svo mikið að hinum alvarlegri
systkinum fannst meira en nóg um.
Hann var í senn hæglátur og félags-
lyndur, það var gott að vera nálægt
honum, hann var traustur og hjálpsam-
ur og varðveitti glaðlyndi æskuáranna
alla ævi.
Gylfi giftist á aðfangdag 1972 Jak-
obínu Olafsdóttur frá Hellatúni. Þau
byrjuðu ung að feta saman lífsveginn,
stofnuðu fyrsta heimili sitt á
Landvegamótum 1959, en Gylfi var þá
útibústjóri þar. Þau fluttu að Hellu
1966 og byggðu þar hús sem þau seldu
seinna. Á Hellu vann Gylfi í Kaupfé-
laginu Þór, fyrst á lagernum, seinna
sem gjaldkeri. Eftir það vann hann í
Búnaðarbankanum á Hellu og svo eitt
sumar í Hrauneyjum og eftir það á
hreppsskrifstofu Rangárvallahrepps.
Árið 1988 fluttu þau Jakobína í
Hellatún. Þau bjuggu þar síðan og ráku
eigið bú.
Börn þeirra eru Hjördís Rut, Björk
Berglind og Olafur Helgi. Hjördís Rut
dó 2. júní 1975. Maður Berglindar er
Albert Örn Áslaugsson og börn þeirra
Hjördís Rut, Harpa Hrund og Illugi
Breki. Unnusta Ólafs Helga er Hrefna
Helgadóttir. Sonur Ólafs er Aron
Nökkvi, móðir hans er Guðrún Arna
Steindórsdóttir.
í Hellatúni var lítið fjölskylduþorp.
Fjölskylda Jakobínu hafði búið þar
lengi, foreldrar hennar Ólafur og Þór-
dís og uppeldissystkini Ólafs, Valgerð-
ur og Guðni. Seinna fluttu Berglind og
Albert þangað og Þórunn systir Jakob-
ínu átti þar sumarbústað með fjöl-
skyldu sinni, en hún dó 1990.
Gylfi var fólki sínu styrkur og góður
vinur og naut vináttu þess og styrks.
Það var honum mikil hjálp í veikind-
unum sem hann glímdi við síðasta spöl
lífsins. Hann lést 2. mars 2000 og var
jarðsunginn frá Oddakirkju og borinn
til hvíldar í Áskirkjugarði.
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Halldór Eyjólfsson frá Rauðalæk,
Espigerði 2, Reykjavík
Halldór, jafnan kallaður Dóri, var
fæddur í Reykjavík þann 9. rnars 1924,
-341-