Goðasteinn - 01.09.2001, Side 345
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
Halldór upplifði sem og hans kyn-
slóð einar þær mestu framfarir sem
orðið liafa hjá þjóðinni. Hann ólst upp
á kreppuárunum, varð vitni að lýðveld-
isstofnuninni og fyrstu árum þess, með
öllum þeim stórkostlegu breytingum
sem áttu sér stað í þjóðlífinu, og það
hefur að mörgu leyti þurft mikla ögun
til að aðlagast og vera þátttakandi í allri
þeirri þróun. Bylting verður í sam-
göngumálum, einangrun sveita, lands-
hluta og landsins sjálfs er rofin og und-
ir lok aldarinnar er vart meira fyrirtæki
að bregða sér til útlanda en milli bæja
eða landshluta hér áður fyrr.
Náttúra landsins og kannski helst og
fyrst hálendið var í einhverskonar dul-
arfullu samhengi við lífsörlög Halldórs
og mótaði hann sem einstakling. Hans
innilega ást til hálendisins var mótuð
hugsuninni að njóta og nota. Um leið
og hann naut lifandi tengsla við fegurð
íslenskrar náttúru var hún honum
hvatning til að sjá möguleika til að nýta
hana til hagsbóta fyrir landið allt. Hann
upplifði sem verkstæðisformaður á
Rauðalæk bætta tækni og aukna fram-
þróun í landbúnaði, - sem starfsmaður
Landsvikjunar sá hann verða að veru-
leika virkjun fallvatnanna uppi á há-
lendinu og sífellt víðtækari stjórnun
náttúruaflanna. Sá hvernig afli fossins
var breytt í rafmagn sem Iétti lífsbar-
áttu þjóðarinnar.
Hann upplifði ekki aðeins þessar
breytingar, heldur var og fullur þátt-
takandi í þeim, ómissandi tengiliður
milli sveitanna niðri í byggð og virkj-
ananna inn á fjöllum. Hann hafði lif-
andi áhuga á öllum nýtum framförum
og var stoltur af að hafa átt hlutdeild í
þessari uppbyggingu. Fram á síðasta
ævidag var hugur hans bundinn
starfinu og fylgdist með af áhuga á
þeim vettvangi. Hann var jafnan ein-
beittur í skoðunum, fróður um náttúru
landsins og hálendið bæði af reynslu
og lestri bóka.
Margir áttu því láni að fagna að vera
ferðafélagar hans, og sem slíkur var
hann einstakur. Avallt skemmtilegur,
fræðandi, hjálpsamur og taldi aldrei
eftir sér að eyða tíma og fyrirhöfn í að
leiðbeina og kenna og kanna nýjar
leiðir beinni og beinari, finna betri vöð
yfir ár og farartálma því samgöngumál
og vegabætur voru ætíð ofarlega í huga
Halldórs bæði í byggð sem á hálendi.
Jafnan hafði hann ráð undir rifi hverju
enda fáir sem fóru í hans spor hvað
glöggskygni varðar að lesa í vötnin og
virtist geta farið yfir allar ófærur. Og
alltaf góðlátleg kímnin á sínum stað.
Kímnigáfa hans var sönn og einlæg,
alltaf græskulaus og aldrei var hann
meinfýsinn. Hann var sagnabrunnur og
var frásagnargáfan mikil, enda úr
drjúgum brunni að bergja. Halldór var
gleðimaður í þess orðs bestu merkingu.
Hann lifði lífinu lifandi og var óspar á
sjálfan sig til hinstu stundar. Hrókur
alls fagnaðar hvar sem hann kom og
þau hjón höfðingjar heim að sækja.
Söngelskur og músikalskur, spilaði á
munnhörpu og kunni ógrynni laga og
Ijóða, - ógleymanlegur í góðra vina
hópi takandi lagið.
Þau hjónin, hann og Dagbjört höfðu
komið sér upp dálitlum unaðsreit aust-
ur í Landsveit og þar í sumarbústaðn-
um sínum undi hann hag sínum vel,
stóð í trjárækt, ræktaði kartöflur og var
-343-