Goðasteinn - 01.09.2001, Blaðsíða 346
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
óþreytandi við að fegra og bæta um-
hverfis sig. Og vinnufús var hann með
afbrigðum og vildi helst alltaf vera að,
samviskusamur og athugull við hvað-
eina. Hann vildi ekki gera á hlut nokk-
urs, en búa að sínu og vera sjálfum sér
nógur og skulda engum. Hann var
gegnheill og sannur, greiðvikinn og
bóngóður og til hans var gott að leita.
En kallið kemur stundum skyndi-
lega og þó Halldór hafi fundið til van-
heilsu um stutt skeið, þá bar andlát
hans óvænt að. Hann varð bráðkvaddur
á heimili sínu 21.sept. Fór útför hans
fram frá Bústaðakirkju 29. september
og jarðsunginn í Gufuneskirkjugarði.
Sr. Hallclóra J. Þorvarðardóttir
Fellsmúla
Halldóra Einarsdóttir, Grafarholti
við Vesturlandsveg
Halldóra Einarsdóttir fæddist í
Kaldrananesi í Mýrdal á vorjafndægr-
um, hinn 21. mars 1942. Foreldrar
hennar voru hjónin Ragnhildur
Sigríður Guðjónsdóttir frá Vest-
mannaeyjum, sem lést 1990, og Einar
Sverrisson bóndi og rafvirkjameistari í
Kaldrananesi, sem lifir dóttur sína.
Halldóra var næstyngst fjögurra barna
þeirra, en hin þrjú sem eftir lifa eru
Kári, Guðrún og Margrét Guðný.
Halldóra steig sín fyrstu skref heima
í Kaldrananesi, en fluttist 4ra ára göm-
ul með fjölskyldu sinni að Selfossi, þar
sem faðir hennar veitti búvélaverkstæði
Kaupfélags Arnesinga forstöðu næstu
tíu árin. Þau fluttust svo að nýju austur
í Kaldrananes 1954, þegar Einar og
Ragnhildur tóku við búi af öldruðum
foreldrum hans.
Halldóra óx upp í verkahring sveit-
arinnar miðjum, þar sem leikir og iðja
runnu saman í eitt, og lét um sig muna
við annir bústarfanna þegar í frá unga
aldri. Hún var náttúrubarn að eðlisfari,
og að henni hændust jafnt menn sem
málleysingjar. Með aldri og þroska axl-
aði hún meiri og þyngri ábyrgð og tók
æ ríkari þátt í búrekstrinum með for-
eldrum sínum. Hún var við nám í Hús-
mæðraskólanum á Löngumýri í Skaga-
firði 1966, en vann áfram við búið
heima í Kaldrananesi uns þáttaskil urðu
í lífi hennar er hún fluttist að Grafar-
holti 1968 og hóf sambúð með eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Sigurði Sigurð-
arsyni, dýralækni, syni hjónanna Krist-
ínar Skúladóttur frá Keldum á Rangár-
völlum og Sigurðar Jónssonar bónda á
Sigurðarstöðum í Bárðardal. Þau Hall-
dóra og Sigurður gengu í hjónaband á
sumardaginn fyrsta, hinn 24. apríl
1969. Veturinn eftir bjuggu þau í Lund-
únum, og árið 1972 í Noregi, en áttu
annars alla tíð heima í Grafarholti.
-344-