Goðasteinn - 01.09.2001, Síða 347
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
Þeim varð auðið fjögurra barna. Elstur
er Sigurður, búsettur í Þjóðólfshaga í
Holtum. Sambýliskona hans er Frið-
dóra Bergrós Friðriksdóttir. Börn hans
við fyrri sambýliskonu sína, Anítu
Pálsdóttur eru Róbert og Rakel Dóra.
Næstelst er Ragnhildur, búsett í
Reykjavík ásamt sambýlismanni
sínum, Þorvarði Friðbjörnssyni. Dætur
þeirra eru Hildur Kristín og Filja.
Næstyngstur er Einar Sverrir, búsettur í
Grafarholti, og yngstur Sölvi, búsettur í
Reykjavík ásamt sambýliskonu sinni,
Alfhildi Leifsdóttur. Einnig fóstraði
Halldóra að nokkru leyti systurson
sinn, Einar Steinsson, sem ólst upp í
Kaldrananesi, og varð eins konar fóst-
ursonur hennar.
Eiginmanninn, börnin sín, tengda-
börnin og barnabörnin umvafði Hall-
dóra öll ástúð og hlýju, gætti þeirra
eins og sjáldurs augans og sá til þess að
engan skorti neitt. Hinu sama gegndi
um aldraðan föður Halldóru, sem þau
hjónin tóku til sín inn á heimilið eftir
lát móður hennar. Börn sín studdi hún
með ráðum og dáð til mennta og mann-
dóms, fylgdist náið með hverju og einu
þeirra og tók virkan þátt í viðfangsefn-
um þeirra í leik og starfi.
Heimili Halldóru og Sigurðar í
Grafarholti stóð og stendur um þjóð-
braut þvera í bókstaflegri merkingu.
Þar er ekki í kot vísað, og í annasömu
starfi Sigurðar hafa ekki öll erindi ver-
ið rekin á dagvinnutíma. Alaginu sem
því fylgdi á heimilið og fjölskylduna
mætti Halldóra með þolinmæði og
umburðarlyndi, tók hverjum og einum
sem að garði bar opnum örmum með
gleði og höfðingsskap. Hún var glögg á
samferðamenn sína, hafði gainan af að
umgangast fólk, umtalsfróm um náung-
ann og lagði jafnan mál til betri vegar
fyrir þeim sem henni þótti á hallað.
Henni var í blóð borin umhyggja fyrir
þeim er stóðu höllum fæti í lífinu, og
vék mörgu góðu að slíkum þegar tilefni
gafst. Hún stóð fyrir heimili þeirra
hjóna með reisn og rausn, veitul og
gestrisin, undir eins og hún stóð þétt
við hlið bónda síns og lagði honum
ósjaldan lið við krefjandi og flókin
vísindastörf. Þess utan nýtti hún krafta
sína til margvíslegra starfa og
áhugamála og vann vel úr sínu. Hún
var sérlega verklagin, listfeng og
smekkleg, vann heima það sem til
þurfti af fatnaði á fólkið sitt, fékkst við
hannyrðir, smíðar og listmunagerð.
Hún var dýravinur af Guðs náð, hafði
ómælt yndi af hestum og öðrum skepn-
um. Hún gaf sér tóm til að spila golf,
sem hún náði verðskulduðum árangri í
og var ötull liðsmaður lengi í Golf-
klúbbi Reykjavíkur. Hún vann einnig
um tíma utan heimilis sem stöðvarstjóri
við fiskeldisstöðina á Laxalóni, en
verkahringurinn var þó fyrst og síðast
heima í Grafarholti.
Þau hjónin störfuðu saman að ýms-
um áhugamálum sínum þegar stundir
gáfust. Þau voru m.a. félagar í Ætt-
fræðifélaginu, bæði ættfróð og frænd-
rækin, og áttu margar ferðir á vit
frænda fjarskyldra austur í sveitir og
víðar. Halldóra var því réttnefnd
tengdadóttir Rangárþings. Hún tók
virkan þátt í starfi Kvæðamannafé-
lagsins Iðunnar með bónda sínum, sem
-345-