Goðasteinn - 01.09.2001, Blaðsíða 349
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
segja um Halldóru, nema varla var hún
neinum gefin, - hún gaf sig sjálf, 16 ára
að aldri, lífsförunauti sínum, Kjartani
Olafssyni er var fæddur á Skriðnesenni
í Birtufirði í Strandasýslu, f. 1. nóv.
1917. Þau bundust heit- og tryggðar-
böndum fyrir réttri hálfri öld, á afmæl-
isdegi hennar, 7. ágúst 1950.
Það duldist engum sem til þekktu að
þau Halldóra og Kjartan voru óvenju
samhent og sambúð þeirra og um-
hyggja hvors til annars var einlæg og
aðdáunarverð. Þau hófu búskap árið
1951 í Hvammsdal, en nokkru áður
hafði Kjartan fest kaup á þeirri jörð og
bjuggu þau þar allt til ársins 1964 að
þau flutti um eins árs skeið á Akranes
og síðan að Laxárnesi í Kjós þar sem
þau bjuggu í 13 ár. Þá festu þau kaup,
árið 1978, á jörðinni Stúfholti í Holtum
og þar hafa þau búið æ síðan. Þau hjón-
in eignuðust þrjú börn: elst er Guðrún
f. 15. júní 1952, næstur er Höskuldur f.
28. september 1958 og yngstur er
Guðbrandur f. 1. júlí 1964.
Vinna og eljusemi voru frá upphafi
aðal þeirra Halldóru og Kjartans. Alls-
staðar hafa þau búið góðu búi og þau
annáluð fyrir gestrisni og myndarskap.
Og heimili þeirra stóð öllum opið og
allir voru auðfúsugestir. Halldóra helg-
aði líf sitt manni sínum og börnum, og
alla tíð áttu foreldrar Halldóru og
tengdamóðir hennar sitt skjól hjá þeim
hjónum og umönnun og aðhlynning
þeirra á þeirra efri árum, þótti svo sjálf-
sögð og eðlileg að ekki þurfti að færa í
orð. Með húsmóðurstörfunum í Laxár-
nesi starfaði hún við matreiðslustörf í
Botnsskálanum í Hvalfirði um tíma,
sem og á Reykjalundi við aðhlynningu
sjúklinga og eftir að fjölskyldan flutti
að Stúfholti starfaði hún í rúm 4 ár á
dvalarheimilinu Lundi. Þau störf áttu
einkar vel við hana enda hjálpfýsi og
umönnun við þá sem áttu við veikindi
að stríða henni í blóð borin.
Eftir að Halldóra greindist sjálf með
MND-sjúkdóminn fyrir rúmum áratug
og varð upp úr því bundin við hjólastól
þá komu í ljós mannkostir allrar fjöl-
skyldunnar og varla hægt að hugsa sér
betri vitnisburð urn traust fjölskyldu-
bönd en sést hjá fjölskyldunni í Stúf-
holti. Öll voru þau vakin og sofin yfir
velferð og líðan Halldóru, og stóðu
samhent að því að hún gæti verið
heima og lifað sem eðlilegustu lífi þrátt
fyrir fötlunina. Og það ætlunarverk
tókst þeim. Halldóra hafði til afnota
sérhæfða tölvu, en þessi tölva var
ómetanleg fyrir hana því hún gerði
henni kleift að vera í sambandi og
tengslum við vini og vandamenn. Og
með hjálp hennar tók hún saman
ótrúlega fjölbreyttan fróðleik og minn-
ingarbot fyrri tíða, forfeðra og mæðra
vestan úr Dölum. Því Halldóra var ætt-
fróð og minnug og hafði yndi af að
skrifa og grúska í þjóðlegum fróðleik
og æviminningum. Hún var mikil
bókakona og ljóðelskandi. Faðir hennar
Jóhannes var góður hagyrðingur og
Iærði Halldóra í uppvexti sínum ófáar
vísurnar sem hann henti fram, fyrir
utan þær sem hún sjálf las og kunni.
Halldóra var trúuð kona og hún sat í
sóknarnefnd Hagakirkju um árabil,
m.a. á þeim árum þegar ákvörðun var
tekin um að endurbyggja kirkjuna og
veita henni aftur sína fyrri reisn. Og
þar fundum við er með henni störf-
-347-