Goðasteinn - 01.09.2001, Síða 350
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
uðum innan kirkjunnar að í Halldóru
áttum við hollan bakhjarl. Hún var
söngelsk og söng í kirkjukórum bæði í
Kjósinni sem og við Hagakirkju. Hún
var lífsins kona, heilsteyptur persónu-
leiki, lifandi og áhugasöm um mannlíf-
ið allt. En þessi lífsglaða kona hlaut
þau örlög, enn á besta aldri í fullu lífs-
starfi, í miðjum lífsins önnum, að
veikjast og verða frá að hverfa sínum
daglegu störfum og verða bundin við
hjólastól í tæpan áratug, nær alveg
hreyfihömluð.
Hún andaðist að morgni 8. septem-
ber sl. á Vífilsstaðaspítala, eftir
skamma sjúkralegu og fór útför hennar
fram frá Fossvogskirkju 20. september
og jarðsett í Hagakirkjugarði
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Fellsmúla
Hlöðver Filippus Magnússon,
Hellum
Hlöðver fæddist á Hellum í Land-
sveit 2. september 1924. Hann lést á
heimili sínu á Hellum 9. desember síð-
astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin
Magnús Jónsson, bóndi á Hellum, f. 9.
júní 1891, d. 2. mars 1972, og kona
hans V. Ingibjörg Filippusdóttir, ljós-
móðir, f. 23. ágúst 1891, d. 24. október
1976. Hlöðver átti þrjú syskini, Guð-
rúnu, f. 3. desember 1920, maki Frið-
þjófur Strandberg, Askel, f. 11. október
1926, d. 31. desember 1994, eftirlifandi
maki er Guðmundína Magnúsdóttir og
Ingibjörgu f. 29. apríl 1931, maki Þor-
steinn J. Þorsteinsson. Eftilifandi sam-
býliskona Hlöðvers er Margrét Sigur-
jónsdóttir, f. 2. febrúar 1949, frá Galta-
læk í Landsveit. Foreldrar hennar eru
Sigurjón Pálsson f. 9. september 1911,
d. 30. mars 1997 og Sigríður Sveins-
dóttir, f. 24. janúar 1914. Hlöðver og
Margrét áttu eina dóttur, Jóhönnu, f. 2.
febrúar 1989. Einnig átti Hlöðver dótt-
ur af fyrra hjónabandi, Erlu, f. 6. októ-
ber 1958.
Hlöðver helgaði allt sitt Iíf búskap á
Hellum og sveitinni sinni, sem hann
unni af öllu hjarta. Með búskapnum
starfaði hann í nokkur ár við fiskeldis-
stöðina í Fellsmúla, starf sem færði
hann í mikla nálægð við Veiðivötnin,
sem voru honum svo kær. Því stýrir
vilji hins látna að ekki verður hér fjöl-
yrt um lífshlaup hans.
Eftirfarandi ljóðlínur eru hinsta
kveðja til Hlöðvers frá vini hans Páli
Sigurjónssyni á Galtalæk:
Þú og lífið lékust á
lán réð auðnu skipta.
Þín hefur lokast logabrá,
lifað höpp og gifta.
-348