Goðasteinn - 01.09.2001, Síða 351
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
Genginn vinur gœfuslóð
gata lífs er búinn.
Þín æ minnast fögur fljóð
frœndur, vonin, trúin.
Leiddur sértu lífs á veg
lukkan ferðum stýri ótreg.
Höppin, gifta, þrek íþraut,
þinni sálu greiði braut.
Páll Sigurjónsson
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Fellsmúla
Ingibjörg Jónsdóttir frá Lambafelli,
A.-Eyjafjöllum, Lundi, Hellu
Ingibjörg fæddist 21. mars 1908
foreldrum sínum, hjónunum Jóni Páls-
syni frá Fit og Þorbjörgu Bjarnadóttur
frá Gíslakoti, sem þá bjuggu að Efri-
Holtum í Vestur-Eyjafjallahreppi og
var hún sjöunda elst í hópi 13 alsyst-
kina og eins uppeldisbróður, en nú er
Sigurlaug ein þeirra eftirlifandi.
Sex ára fluttist hún með fjölskyldu
sinni í austurbæinn í Ásólfsskála þar
sem búið var með mikilli snyrti-
mennsku og af myndarskap. Það var
ekki auðveld lífsbaráttan, en þegar allir
lögðu sitt af mörkum til heimilisins í
endalausri vinnu af trúnaði og ræktar-
semi, tókst það og meira, því heimilið
varð gestaheimili kirkjunnar, þar sem
boðið var í kirkjukaffi og ætíð tekið á
móti gestum fagnandi. Hún tengdist
gömlu kirkjunni með himinbláma og
stjörnum í hvelfingu.
Hún varð snemma verkkona, sem
tókst á við störfin öll með gleði og
þegar frístundir gáfust, var fundið upp
á ýmsu til að gleðjast. Hún fór ung á
vertíð til Vestmannaeyja og þar kynnt-
ist hún manni sínum, Hróbjarti Péturs-
syni frá Lambafelli. Þau giftust 5. jan-
úar 1935 og hófu það ár búskap í Vest-
mannaeyjum, en þar fæddust elstu
börnin þeirra, Kristín og Guðsteinn
Pétur. Eftir 5 ára búskap þar fluttu þau
að Lambafelli og tóku þar við búi af
foreldrum Hróbjarts, sem voru með
þeim í nokkur ár. Það var ekki auðvelt
að hefja búskap með lítinn bústofn
1940, rækta jörð og byggja upp öll hús
með berum höndum og meira en það,
því Svaðbælisá gekk yfir jörðina og
það varð að takast á við hana með fyr-
irhleðslum og nýendurbyggt íbúðarhús
varð að yfirgefa vegna grjóthruns og
byggja nýtt. Þau tókust á við þetta
hjónin í Lambafelli með endalausri
vinnu og ósérhlífni. Þau unnu allt
heima með berum höndum í orðsins
fyllstu merkingu, hann sem sérstakur
hagleikssmiður á tré og járn, þar sem
allt lék í höndunum hans og hún gagn-
-349-