Goðasteinn - 01.09.2001, Síða 352
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
vart öllu sem var unnið innan dyra, þar
sem nær allt var nýtt og ekkert fór til
spillis og fötin öll, sokkarnir og vettl-
ingarnir urðu til eins og án tíma.
Börnin þeirra sem fæddust á
Lambafelli voru: Þór, Einar Jón, Unnur
og Ólafur. Þau tóku öll 6 þátt í lífs-
baráttunni með því að leggja sitt að
mörkum og fara á vertíð með föður, en
heima stóð þá Ingibjörg að búi með
þeim sem heima voru, alltaf sú, eins og
móðir hennar forðum, sem vaknaði
fyrst og gekk síðust til hvíldar. Á heim-
ilinu voru sumarbörn og þangað komu
einnig börn sem áttu þar eins og sitt
annað heimili frá 10 ára aldri til full-
orðinsára, þau Sigfús Ólafsson og síðar
Margrét Ingibergsdóttir.
Þannig liðu dagarnir að Lambafelli í
vinnu hvers dags, sem veittu gleði
gagnvart því smáa sem varð stórt.
Hróbjartur tókst á við veikindi og slys,
sem varð að mæta og umbera og alltaf
var Ingibjörg eins, glöð, glettin, stjórn-
söm og vinnusöm. Börnin fóru að
heiman og stofnuðu sín heimili en
Unnur var lengst í heimilinu með elstu
sonum sínum.
Ingibjörg missti mann sinn í febrúar
1992 og var þá um tíma hjá syni sínum
Ólafi og tengdadóttur á Hellu og fór
síðan að Lundi þar sem hún var til dán-
ardags 27. aprík Utför hennar fór fram
frá Ásólfsskálakirkju 6. maí 2000.
Sr. Halldór Gunnarsson, Holti.
Ingunn Kjartansdóttir,
Flagbjarnarholti
Ingunn, eða Inga eins og hún var
ævinlega kölluð, var fædd í Reykjavík
24. maí 1923, þriðja barn þeirra hjóna
Kristrúnar Guðjónsdóttur húsmóður og
Kjartans Jónssonar, trésmiðs og starfs-
manns Kirkjugarða Reykjavíkur. Syst-
kini hennar eru; hálfbróðir hennar
Erlingur Dagsson f. 1914, Jón Ragnar
f. 1919, Hjálmar f. 1922, þá Ingunn,
næst Ragnheiður f. 1925 og yngstur
Kjartan Ármann f. 1930.
Inga ólst upp í Reykjavík í stórum
og samheldnum systkinahópi við ást-
ríki og kærleika góðra foreldra þar sem
heiðarleiki og vinnusemi var í háveg-
um höfð. Eftir barnaskólanám lá leið
hennar að héraðsskólanum á Laugar-
vatni þar sem hún stundaði nám einn
vetur. Á þessum árum var Reykjavík að
breytast úr bæ í borg og taka út eitt af
sínum fyrstu mótunarskeiðum við að
axla þá ábyrgð að taka við hlutverki
höfuðborgar lítils lands og þjóðar er
barðist fyrir sjálfstæði sínu. Og ekki er
að efa að ævintýrin hafa verið mörg og
margvísleg í augum lítillar telpuhnátu
-350-