Goðasteinn - 01.09.2001, Page 353
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
er var að vaxa þar úr grasi og horfði í
spurn og tilhlökkun til lífsins og fram-
tíðarinnar.
Inga var heitbundin Michael Denn-
ing og eignaðist með honum tvær dæt-
ur þær; Kristrúnu Kjartans sem er fædd
22. sept 1942, og andvana fætt stúlku-
barn árið 1944. Síðar eignaðist Inga
soninn Kristján Þór f. lO.júlí 1950 er
ólst upp hjá yndislegum kjörforeldrum.
Þá kom inn í líf Ingunnar eftirlifandi
eiginmaður hennar Teitur Kjartansson
bóndi í Flagbjarnarholti, sonur hjón-
anna Kjartans Stefánssonar og Mar-
grétar Jóhannsdóttur. Móðir Teits var
látin og Inga réði sig til þeirra feðga
sem ráðskona. Þau hétu hvort öðru
tryggðum og gengu í hjónaband 21.
febrúar 1953 og gekk Teitur Dúnu litlu
umsvifalaust í föðurstað og aldrei litið
öðruvísi á en hún væri hans eigin dótt-
ir. Og tók þá við aðalstarfsvettvangur í
lífinu Ingu, sem húsmóðir í Flagveltu
er spannaði tæpa hálfa öld. Þau hjónin
eignuðust börnin tvö þau; Brynjólf f. 5.
apríl 1953 og Margréti f. 30. júní 1954.
Inga var vel gefin og vel gerð kona.
Hún leit á það sem hlutskipti sitt að
helga líf sitt fjölskyldunni. Samskiptin
við afkomendurna og ástvini, gæfa
þeirra og gleði, var helsta yndi hennar
og áhugamál. Hún var myndarleg hús-
móðir og mikil hagleikskona og allt lék
í höndum hennar hvort sem um var að
ræða saumaskap eða hanndavinnu. A
þeim tímum sem hún hafði börn í bæ,
voru fötin, bæði á þau, og jafnvel alla
fjölskylduna saumuð heima og þar
brást Ingu ekki bogalistinn. Seinni árin
þegar börnin voru flogin úr hreiðri og
heimilisstörfin orðin léttari og um-
fangsminni, naut hún þess að fást við
hannyrðir og útsaum ýmiskonar.
Inga var heimakær og sú kona er
flíkaði ekki tilfinningum sínum, heldur
hélt sig til hlés, en hún bjó yfir miklu
skopskyni og sá jafnan spaugilegu hlið-
arnar á tilverunni. Tilsvör hennar og
athugasemdir kitluðu gjarnan hlátur-
taugar viðstaddra. Langoftast henti hún
gaman að sjálfri sér og sagði skopsögur
af eigin mistökum og tiltektum og hló
þá þessum kitlandi hlátri sem kom
öllum nærstöddum í gott skap. Og gest-
risin var hún og góð heim að sækja.
Heimili þeirra hjóna var rausnargarður,
þar sem oft á tíðum var gestkvæmt og
hver og einn fann að þar var traustum
hollvinum að mæta. Hún fylgdist vel
með í dagsins önn og undi sér vel við
lestur góðra bóka.
Hugur Ingu var allur bundinn Flag-
bjarnarholti, þar lifðu hún og Teitur
farsælustu æviárin. Þarna urðu draumar
að veruleika, þar ólust upp börnin þeir-
ra og komust til þroska og þar var líf-
sstarfinu skilað. Fyrir það allt var Inga
innilega þakklát.
Síðastliðið haust gekkst hún undir
mikla hjartaaðgerð og í kjölfar hennar
uppgötvast hinn grimmi vágestur er
fáum eirir. Hún andaðist 4. september
sl. á Iíknardeild Landspítalans. Útför
hennar fór fram frá Skarðskirkju 9.
sept. og jarðsett í Skarðskirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Fellsmúla
-351