Goðasteinn - 01.09.2001, Page 354
Látnir 2000
Goðasteinn 2001
Jóhanna Björg Bjarnadóttir,
Vatnskoti Ia, Þykkvabæ
Jóhanna Björg Bjarnadóttir fæddist í
Syðri-Tungu á Tjörnesi í Suður-Þing-
eyjarsýslu 27. mars 1939. Foreldrar
hennar voru hjónin Emilía Sigtryggs-
dóttir húsfreyja þar og bóndi hennar
Bjarni Þorsteinsson. Af 7 börnum þeir-
ra hjóna komust 5 upp, og var Jóhanna
þeirra næstyngst. Ingibjörg og Ingvar
dóu kornabörn, en hin, sem öll lifa sys-
tur sína eru Þorsteinn, Sigtryggur,
Elísabet og Arný, og eru þau öll búsett
nyrðra.
Jóhanna ólst upp við störf og leiki
barna og fullorðinna heima í Syðri-
Tungu. Skammt niður undan bænum
liggur fjaran fyrir opnu hafi, ævintýra-
heimur þar sem börnin horfðu á ölduna
sogast að og frá, og skola á land gull-
um og gersemum sem auðguðu ímynd-
unaraflið og komu í stað leikfanga.
Jóhanna fór að loknu skyldunámi í
Húsmæðraskólann á Laugum í Reykja-
dal. Síðar hleypti hún heimdraganum;
fór í vetrarlanga vist suður með sjó til
Keflavíkur. Þá tóku við nokkrar vertíð-
ir í Vestmannaeyjum, þar sem örlög
hennar réðust, því árið 1960 kynntist
hún eftirlifandi eiginmanni sínurn, Ola
Agústi Olafssyni, syni hjónanna Ast-
rósar Guðmundsdóttur og Olafs Sig-
urðssonar frá Akranesi. Þau voru þá
flutt í Þykkvabæ og bjuggu í Baldurs-
haga. Jóhanna og Oli keyptu Vatnskot í
félagi við foreldra Óla árið 1963, og
bjuggu þar síðan. Þau gengu í hjóna-
band á aðfangadag jóla 1964. Börn
þeirra eru fjögur: Elst er Rósa Emilía,
búsett í Reykjavík, gift Gunnari Ar-
sælssyni, þá Ólafur Bjarni í sambúð
með Kristínu Jónsdóttur í Vestmanna-
eyjum, Sigrún er gil't Arna Þorbergs-
syni og búa þau í Brúnahlíð í Aðaldal,
og yngstur er Jóhannes, búsettur í
Reykjavík, kvæntur Þórdísi Maríu
Viðarsdóttur. Barnabörn Jóhönnu eru
við lát hennar 10 talsins, og 1 lang-
ömmubarn.
Jóhanna undi sér vel í Þykkvabæn-
um. Hún átti verkahring sinn löngum
við mannmargt heimili og annasamt bú
þeirra hjóna í Vatnskoti, þar sem vel
naut sín dugnaður hennar, iðjusemi og
gestrisni. Hún var vel verki farin í öll-
um greinum, laghent og listfeng, svo
sem verk hennar vitna um. Enda þótt
hún væri dul að eðlisfari og yfirleitt
hljóð um eigin hag, var hún glaðsinna í
skapi og félagslynd, og tók drjúgan þátt
í starfi Kvenfélagsins Sigurvonar hér í
sveit. Þegar börnin uxu úr grasi og um
tók að hægjast heima fyrir, fann Jó-
hanna sér nýjan starfsvettvang, og tók
til starfa hjá Landsvirkjun árið 1985
sem matráðskona, fyrst við Sigöldu-
virkjun, en síðan í mötuneyti Hraun-
-352-