Goðasteinn - 01.09.2001, Blaðsíða 359
Goðasteinn 2001
Látnir 2000
kirkju 1. ágúst og jarðsett í Skarðs-
kirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Fellsmúla
Marta Sigríður Jónasdóttir frá
Efri-Kvíhólma, V.-Eyjafjöllum,
Austurvegi 73, Selfossi.
Marta fæddist í Mið-Mörk 14. nóv-
ember 1903 foreldrum sínum hjón-
unum Guðfinnu Arnadóttur frá Mið-
Mörk og Jónasi Sveinssyni frá Rauða-
felli og var næst elst í hópi 9 systkina,
en eftirlifandi eru: Elín, Ásdís, Guðný
Bergrós, Sigurþór og Guðfinna.
1904 fluttist fjölskyldan að Efri-
Kvíhóhna og tókst þar á við lífsbarátt-
una með lítið bú, 3 kýr í fjósi og nokkr-
ar kindur en stækkandi fjölskyldu, sem
varð samhent að vinna úr öllu sem til
féll, vera nægjusöm og glöð gagnvart
hverjum degi. Móðir hennar var hag-
mælt og trúuð eins og kemur fram í
trúarversi hennar, sem hún kenndi
börnunum sínum:
„ Vert er ei að vera kvíðin
vonin sterka sigrar allt.
I hendi Guðs er hver ein tíðin
honum jafnan treysta skalt. “
Þetta litla fallega trúarvers móður-
innar segir allt um líf fjölskyldunnar í
Efri-Kvíhólma, um von þeirra og stað-
fasta trú, að Drottinn Guð bænheyri og
blessi.
Marta var ung lfk móður sinni, glað-
lynd, trúuð, vinnusöm og hagmælt.
Hún orti um æsku sína, bæinn sinn og
fegurð sveitarinnar í Ijóðinu Bernsku-
ómar:
„Þar erfriður áfögrum kvöldum,
faðmar sveitina kyrrðin djúp
sólin skartar í skýjatjöldum
og skrýðir jökulinn gullinhjúp.
Fögur angarfjóla í dalnum
fellur dögg í næturblœ
friður ríkir ífjallasalnum,
fólkið sefur í lágum bœ. “
Bærinn þeirra var ekki stór, en hann
rúmaði þau öll og hamingju þeirra
gagnvart því sem næst var, fegurð nátt-
úrunnar, sem hefur ekkert breyst, komu
vorsins þegar lífið vaknar, farfuglarnir
koma, söngur þeirra ómar og hreiður-
gerð hefst og síðan sumarið með sínum
önnum og haustið með sinni litafegurð
og undirbúningi gagnvart vetrinum,
sem var alltaf með sína dulúð og gömlu
baðstofumenningu, þar sem var unnið
og spunnið, ort og sungið, lesið og
lært. Þar var lagður grunnur að því sem
dýrmætast er í lífi hvers manns, að eiga
lögmál Guðs í hjarta, lifa með nátt-
úrunni og skynja samhengi alls lífs þar.
-357 -